Sjúkraflutningakona felldi tár af gleði

Ljósmynd: Samsett

 Það er vægast sagt mikið um að vera á tímum sem þessum og mikilvægt að vera með á nótunum til þess að allir geti hjálpast að. Við þurfum þó að passa okkur að leyfa ekki þungum fréttum að taka yfir sálina okkar og því er gott að geta gripið í jákvæðar hugsanir á hverjum degi. Ljósi punkturinn ætlar að leggja sitt af mörkum til þess að koma jákvæðninni að í lífum ykkar allra.

Hér kemur jákvæðni dagsins: Fólk víðsvegar um Bretland sem og í öðrum löndum hefur sameinast í því að fagna heilbrigðisstarfsfólki lands síns með því einfaldlega að klappa fyrir þeim og um leið sýna þeim þakklæti fyrir hugrekki þeirra í baráttunni gegn kórónuveirunni. Heilbrigðisstarfsfólk hefur unnið óeigingjarnt starf daga og nætur undanfarnar vikur og það er svo ótrúlega fallegt að geta sýnt þakklæti og væntumþykju í garð þeirra. Ég sá svo ótrúlega einlægt og sætt myndband á Instagram af breskri konu sem starfar sem sjúkraflutningamaður vera á leið á næturvakt. Nágrannar hennar stóðu fyrir utan hús sín og klöppuðu fyrir henni. Henni þótti greinilega mjög vænt um það þar sem hún táraðist við þessa samstöðu.

Ég vil nýta tækifærið og taka að ofan fyrir öllum heilbrigðisstarfsfólki okkar Íslendinga. Takk fyrir allt sem þið eruð að gera akkúrat núna, takk fyrir hugrekki ykkar og áfram þið. Endalaus ást til ykkar.

Munum að anda djúpt og knúsa okkur sjálf þar sem við megum ekki knúsa aðra í bili. Komum vel fram við okkur, pössum okkur að setja ekki óþarfa pressu á okkur en leggjum okkur samt fram við að láta okkur líða vel. Vonin er alltaf með okkur!

Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan.

View this post on Instagram

A post shared by Good News (@tanksgoodnews) on Mar 27, 2020 at 3:56pm PDT

Dj Dóra Júlía finnur ljósa punktinn í tilverunni og flytur góðar fréttir reglulega yfir daginn í útvarpinu og á vefnum.

Fylgstu með á K100 og á k100.is

mbl.is