Nammið sem Íslendingar sakna mest

Það eru margar sætar matvörur sem Íslendingar á Nammitips! vilja …
Það eru margar sætar matvörur sem Íslendingar á Nammitips! vilja gjarnar fá aftur.

Facebook-hópurinn „Nammitips!“ hefur sannarlega slegið í gegn meðal landsmanna upp á síðkastið en þegar þetta er skrifað eru fleiri en 9.200 meðlimir í hópnum. 

Mikil umræða hefur skapast inni á facebookhópnum á síðustu vikum um sælgæti og fleiri sætar matvörur sem meðlimir sakna sem eru ýmist hættar í framleiðslu eða ekki fáanlegar á landinu. 

Margir landsmenn sögðust sakna sælgætis sem kallaðist Töggur. Var um …
Margir landsmenn sögðust sakna sælgætis sem kallaðist Töggur. Var um að ræða afar seigar karamellur með ávaxtabragði.
Margir virtust sakna strumpa-ópalsins sem eitt sinn var fáanlegt víðast …
Margir virtust sakna strumpa-ópalsins sem eitt sinn var fáanlegt víðast hvar hér á landi. Rifjuðu einhverjir upp að hafa safnað pökkunum utan af namminu sem voru allir mismunandi.
Einhverjir töluðu um söknuð á sport-Hlunknum góða sem er nú …
Einhverjir töluðu um söknuð á sport-Hlunknum góða sem er nú hættur í framleiðslu.
Ýmsar týpur af tyggjó-sleikipnnum hafa komið upp í umræðu á …
Ýmsar týpur af tyggjó-sleikipnnum hafa komið upp í umræðu á Nammitips! en þessi tegund sleikipinna með myndum af kryddpíunum í Spice Girls vöktu sérstaka lukku.
Sælgæti frá Nóa Síríus sem nú er hætt í farmleiðslu …
Sælgæti frá Nóa Síríus sem nú er hætt í farmleiðslu bar á góma meðal meðlima Nammitips! en lýstu meðlimir yfir sérstökum söknuði á smellum, hrísbitum og maltbitum.
Fjöldi nammigrísa töluðu um að jarðaberjalakkrísstangirnar Twizzlers ættu að vera …
Fjöldi nammigrísa töluðu um að jarðaberjalakkrísstangirnar Twizzlers ættu að vera fáanlegar hér á landi.
Þrátt fyrir að vera ekki beinlínis nammi voru margir sammála …
Þrátt fyrir að vera ekki beinlínis nammi voru margir sammála því að Svamps Sveinssonar-pizzustangirnar sem einu sinni voru fáanlegar hér á landi hafi verið algjört sælgæti.
Nokkrir meðlimir tengdu sterkt við að sakna sælgætis sem nefndist …
Nokkrir meðlimir tengdu sterkt við að sakna sælgætis sem nefndist „Slimer“. Var um að ræða græna karamellu plötu með súru grænu dufti.
Þó að Skóla-jógúrt megi seint teljast nammi tengdu margir nammigrísir …
Þó að Skóla-jógúrt megi seint teljast nammi tengdu margir nammigrísir á Nammitips! við það að sakna skóla-jógúrtanna sem fengust með skemmtilegum bragðtegundum.
Annað jógúrt vakti upp sérstaka nostalgíutilfinningu meðal nammigrísa en það …
Annað jógúrt vakti upp sérstaka nostalgíutilfinningu meðal nammigrísa en það er jógúrtið Salómon svarti sem var með lakkrísbragði. Jógúrtið hefur ekki verið fáanlegt lengi.
Einhverjir lýstu yfir söknuði á svokölluðu Osta puffs frá Stjörnusnakki …
Einhverjir lýstu yfir söknuði á svokölluðu Osta puffs frá Stjörnusnakki en það er hætt í farmleiðslu.
Svokallaðar lakkríspípur hafa nokkrum sinnum komið til umræðu innan hópsins …
Svokallaðar lakkríspípur hafa nokkrum sinnum komið til umræðu innan hópsins en þær voru áður fyrr fáanlegar víða. Einn árvökull meðlimur benti þó á að svipaðar lakkríspípur og áður fengust væru nú fáanlegar í versluninni Tiger Copenhagen.
Ýmsar tegundir Tattú-tyggigúmmis var fáanlegt víðast hvar fyrir nokkrum árum. …
Ýmsar tegundir Tattú-tyggigúmmis var fáanlegt víðast hvar fyrir nokkrum árum. Var um að ræða tyggjó sem innihélt ýmist skemmtileg barnatattú eða límmiða sem börn gátu safnað. Lítið virðist þó vera eftir af slíkum tyggjóum ef marka má meðlimi Nammitips!
Einhverjir tjáðu söknuð sinn á svokölluðum ís-eggjum frá Emmessís sem …
Einhverjir tjáðu söknuð sinn á svokölluðum ís-eggjum frá Emmessís sem var fáanlegur í kringum páskana fyrir þónokkrum árum.
Margar Hlunkategundir frá Kjörís hafa verið til í gegnum tíðinaog …
Margar Hlunkategundir frá Kjörís hafa verið til í gegnum tíðinaog hafa sumir þeirra hætt í framleiðslu. Meðlimir Nammitips! voru sammála um að mikill missir hefði sérstaklega verið af Lakkrís Hlunknum sem ekki er lengur framleiddur.
Súrt ávaxtaduft sem áður fékkst í flestum sjoppum virðist vera …
Súrt ávaxtaduft sem áður fékkst í flestum sjoppum virðist vera fremur sjaldséð sjón í dag ef marka má meðlimi Nammitips!
Fjölmargir Íslendingar sakna þess að geta keypt ferskt Fresca, gosdrykk …
Fjölmargir Íslendingar sakna þess að geta keypt ferskt Fresca, gosdrykk sem fékkst víða fyrir nokkrum árum. Svo margir virðast sammála um söknuð sinn á gosdrykknum að til er sérstakur Facebook-hópur fyrir þá sem vilja að hann sé fáanlegur á ný.
Margir söknuðu Tomma og Jenna svaladrykksins sem eitt sinn fékkst …
Margir söknuðu Tomma og Jenna svaladrykksins sem eitt sinn fékkst víða þar til hann hætti í framleiðslu.
Jarðaberjabrjóstsykur með lakkrísbragði sem áður fékkst á flestum nammibörum hér …
Jarðaberjabrjóstsykur með lakkrísbragði sem áður fékkst á flestum nammibörum hér á landi virðist hafa verið í undanhaldi í þónokkurn tíma samkvæmt meðlimum Nammitips.
Glætu-frostpinnar frá emmesís sem fengust á 9. áratugnum hafa ekki …
Glætu-frostpinnar frá emmesís sem fengust á 9. áratugnum hafa ekki sést lengi enda hafa þeir ekki verið í framleiðslu lengi. Voru margir meðlimir Nammitips! sammála um ágæti Glætu og sögðu að frostpinnarnir hefðu verið í miklu uppáhaldi.
Það er varla hægt að minnast á söknuð Íslendinga á …
Það er varla hægt að minnast á söknuð Íslendinga á sælgæti sem er hætt í framleiðslu án þess að tala um bláan ópal en líkt og við er að búast hefur gamla góðgætið oft komið til umræðu innan Nammitips!
Margir sakna þess að geta fengið lakkrísstangir með Tyrkisk Peber-bragði …
Margir sakna þess að geta fengið lakkrísstangir með Tyrkisk Peber-bragði hér á landi en einhverjir nammigrísir sögðust kaupa birgðir af sælgætinu þegar þeir ættu leið til útlanda.
Margir voru sammála um að lakkrís Daim ætti að vera …
Margir voru sammála um að lakkrís Daim ætti að vera fáanlegt hér á landi.
Íslendngar eru margir sammála því að Daim Bites, hið sænska …
Íslendngar eru margir sammála því að Daim Bites, hið sænska Daimsúkkulaði blandað með nokkurs konar kornflögum, ætti einnig að vera fáanlegt á Íslandi en einhverjir sögðust byrgja sig upp af sælgætinu þegar farið var til útlanda.
Snakkið Nasi, bugður með beikonbragði, sem framleitt var af Þykkvabæjar …
Snakkið Nasi, bugður með beikonbragði, sem framleitt var af Þykkvabæjar var einstakt að mati margra sem vildu gjarnan fá snakkið aftur á markað.
Break-frostpinninn frá Kjörís sem hætti í framleiðslu fyrir alllöngu var …
Break-frostpinninn frá Kjörís sem hætti í framleiðslu fyrir alllöngu var að margra mati algjört sælgæti.


 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist