„Smitast ekki af COVID með sjálfsfróun“

Kristín Þórsdóttir, verðandi kynlífsfræðingur segir sóttkví vera fullkominn tími fyrir …
Kristín Þórsdóttir, verðandi kynlífsfræðingur segir sóttkví vera fullkominn tími fyrir heilbrigð pör til að skoða kynlífið sitt og prófa eitthvað nýtt. Ljósmynd: Samsett. Unsplash. Ásdís Ásgeirsdóttir
„Það er bara nauðsynlegt að nota ímyndunaraflið. Og ef maður er að tala um fólk sem er einkennalaust í sóttkví og er ekki fárveikt er gott [fyrir það] að skoða kynlífið,“ sagði Kristín Þórsdóttir, verðandi kynlífsmarkþjálfi, sem heyrði í morgunþættinum Ísland vaknar á K100 í gærmorgun og ræddi um kynlíf í sóttkví.

„Það er svo oft sem maður gefur sér ekki tíma til að vera og njóta af því að það er svo mikið í gangi. En núna allt í einu neyðist maður til að staldra við,“ bætti hún við. 

„Þá er hægt að ræða saman og tala um það hvort ykkur langar í eitthvað annað. Viljið þið prófa eitthvað nýtt? Svo er allt að rjúka út í hjálpartækjunum í netverslunum. Það er um að gera að kaupa sér eitthvað fallegt, sama hvað það er, og nota,“ sagði hún.

Sagði hún að vissulega væri ótrúlega mikil áskorun að stunda kynlíf þegar börn væru einnig í sóttkví á heimilinu.

„[Það er] kannski ekki mikill tími til að stunda kynlíf en það eru kvöldin og nóttin. Svo er hægt að senda börnin út að leika eða fara í sturtu. Svo er líka bara hægt að gera það hvort í sínu lagi,“ sagði Kristín. 

„Þú smitast ekki af COVID með sjálfsfróun. Þetta er ótrúlega streitulosandi þannig að ef það er einhver tími sem maður á að stunda sjálfsfróun er það á þessum tímum.“

Hlustaðu á viðtalið við Kristínu í spilaranum hér að neðan.mbl.is