Vinnufundir á tímum heimsfaraldurs (myndskeið)

Ýmsir tæknilegir öðrugleikar geta komið upp á fjarfundum sem haldnir …
Ýmsir tæknilegir öðrugleikar geta komið upp á fjarfundum sem haldnir eru í gegnum samskiptaforrit. Skjáskot

Nú þegar heimurinn stendur frammi fyrir heimsfaraldri Covid-19 hafa margir vinnustaðir hvatt starfsmenn sína til að starfa að heiman til að minnka líkur á smiti. Á þeim vinnustöðum hafa fjarfundir í gegnum ýmis samskiptaforrit, eins og Skype eða Teams, tekið við venjulegum fundum. Einkennast slíkir fundir oft á tíðum af ýmsum tæknilegum örðugleikum og truflunum sem tækninni fylgja.

Í myndbandi sem birt var á Facebook má sjá greinagóða lýsingu á því hvaða vandamál geta komið upp þegar starfsmenn hittast í gegnum samskiptaforrit í þeim tilgangi að funda.

mbl.is