Ljósi punkturinn: Eldri maður deilir uppáhalds teygjunum

Í myndbandi sem eldri maður deildi á Facebook sýnir hann …
Í myndbandi sem eldri maður deildi á Facebook sýnir hann þær teygjur sem honum þótti hjálplegar eftir göngutúrinn. Ljósmynd: Samsett

Nú þegar líkamsræktarstöðvar hafa lokað um allan heim standa þeir sem virkastir eru eftir, kannski örlítið ringlaðir en þó ekki hreyfingalausir. Ótal margir deila með Internetheiminum hinum ýmsu leiðum til þess að stunda líkamsræktina heima.

Þó svo að veðrið geti oft verið erfitt þá getur það líka gert upplifunina skemmtilegri. Ég fór til dæmis út að hlaupa áðan og það var algjörlega magnað. Á skiptust skin, skúrir og snjókoma á þessum 40 mínútum sem ég var úti úr húsi. Nú er jafnvel mikilvægara en nokkru sinni fyrr að stunda hreyfingu, fyrir geðheilsuna okkar og endorfínið er ómetanlegt. Ungir sem aldraðir geta fundið sér eitthvað sem hentar þeim og hafa nú frábært tækifæri til að kynnast líkamlegri getu betur heima fyrir og prófa sig áfram í fjölbreyttum æfingum.

Ég rakst á ótrúlega skemmtilegt myndband á Facebook þar sem eldri og heldri maður frá Bretlandi brýnir fyrir fólki mikilvægi þess að teygja á sér. Var hann nýkominn úr góðum göngutúr og með 5 mínútna myndbandi sýndi hann þær teygjur sem honum þótti hjálpa sér hvað mest. Enn og aftur sjáum við hvað samstaðan í heiminum er sterk og falleg, þar sem við viljum ekki einu sinni að neinn stirðni upp í ástandinu. Nú er tilvalið að liðka sig til! Með það í huga vil ég einnig brýna fyrir ykkur mikilvægi þess að opna á sér mjaðmirnar, en þar geymum við oft stress og stíflur. 

Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.

 Hlustaðu á Ljósa punktinn með Dóru Júlíu í spilaranum hér að neðan.

 Dj Dóra Júlía finnur ljósa punktinn í tilverunni og flytur góðar fréttir reglulega yfir daginn í útvarpinu og á vefnum.

Fylgstu með á K100 og á k100.is

mbl.is