Daði Freyr aftur með sigursætið

Think About Things með Daða og Gagnamagninu hreppti fyrsta sætið …
Think About Things með Daða og Gagnamagninu hreppti fyrsta sætið á Topplistanum aðra vikuna í röð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lagið Think About Things með Daða og Gagnamagninu, sem átti að vera framlag Íslendinga í Eurovision þetta árið, er í fyrsta sæti Topplistans aðra vikuna í röð. Dj Dóra Júlía kynnti þetta í þætti sínum á K100 í gær. Lagið Blinding Lights með Weeknd heldur öðru sætinu á listanum.

Listamaðurinn Flóni er með glænýtt lag á listanum en lagið Hinar stelpurnar lenti strax í 11. sæti á Tónlistanum. 

Fjórir Íslendingar eru nú í topp 10 á listanum. Lagið Í kvöld er gigg með Ingó veðurguð er í níunda sæti og Malbik með Emmsjé Gauta og Króla í því áttunda. Esjan með Bríet hoppar um tvö sæti og er nú í fjórða sæti og krafsar í þrjú efstu sætin að sögn Dóru Júlíu. 

Tónlistinn, 40 vinsælustu lög landsins, er unninn upp úr gögnum frá félagi hljómplötuframleiðenda og er eini opinberi vinsældalisti landsins. Dj Dóra Júlía kynnir listann á sunnudögum á K100 á milli kl. 16:00 og 18:00. Meðal gagna sem notuð eru við vinnslu listans eru spilanir á Spotify.

10 vinsælustu lög landsins þessa vikuna

1. Daði og Gagnamagnið — Think About Things  
2. The Weeknd — Blinding Lights
3. Dua Lipa — Don't Start Now
4. Bríet — Esjan
5. Tones and I — Dance Monkey 
6. Billie Eilish — No Time to Die 
7. Doja Cat — Say So
8. Emmsjé Gauti og Króli Malbik Justin Bieber  Intentions 
9. Ingó Veðurguð — Í kvöld er gigg
10. Post Malone — Circles 

Listann í heild sinni finnur þú með því að smella hér

Dj Dóra Júlía kynnir Tónlistann Topp 40 alla sunnudaga á …
Dj Dóra Júlía kynnir Tónlistann Topp 40 alla sunnudaga á K100.
mbl.is