Sýndi dreifingu gerla í skólastofunni

Mark Rober sýndi hversu fljótir gerlar eru að dreifa sér …
Mark Rober sýndi hversu fljótir gerlar eru að dreifa sér með tilraun í skólastofu þar sem notaðir voru glóandi gerlar og svartljós. Skjáskot/Mark Rober

Nú þegar heimsfaraldur kórónuveirunnar geisar í heiminum hefur sjaldan verið jafn mikilvægt að hreinsa hendurnar enda hafa vísindamenn sýnt fram á að ein algengasta dreifingarleið gerla er með snertingum handa. Það getur þó verið erfitt að skilja það hvernig gerlar dreifast en Mark Rober, fyrrverandi starfsmaður NASA, tók tók að sér að skýra dreifingarleiðir gerla og gerði tilraun til að fylgjast með gerladreifingu í skólastofu með hjálp svartljóss (e. blacklight).  Hann birti myndband af tilrauninni á youtuberás sinni.

Í myndbandinu fer Rober í bekk í grunnskóla og gerir ýmsar tilraunir á nemendum og kennurum með hjálp svokallaðra glóandi gerla sem sjást ekki með berum augun en sjást með hjálp svartljóss. Glóandi gerlarnir dreifa sér með svipuðum hætti og raunverulegir gerlar.

Byrjaði Rober á því að dreifa glóandi gerlum á hönd kennarans sem heilsaði svo nokkrum krökkum með handabandi í upphafi skóladags. Fylgdist hann svo með dreifingu gerlanna sem voru komnir um víðan völl á nokkrum klukkutímum. 

Gerlarnir voru fljótir að dreifast á öll borð í skólastofunni.
Gerlarnir voru fljótir að dreifast á öll borð í skólastofunni. Skjáskot/Mark Rober
Eftir nokkra klukkutíma leit hurðarhúnninn á skólastofunni svona út.
Eftir nokkra klukkutíma leit hurðarhúnninn á skólastofunni svona út. Skjáskot/Mark Rober

„Að meðaltali snertum við á okkur andlitið sextán sinnum á klukkutíma, sem er ástæðan fyrir því að það er svona mikilvægt að þvo á okkur hendurnar,“ segir Rober í myndbandinu en þar kemur skilmerkilega fram hvernig bæði kennarar, börn og Rober sjálfur dreifa gerlum í andlitið þrátt fyrir að vera meðvituð um að snerta ekki á sér andlitið.

Mark Rober sagðist sjálfur hafa gert sitt allra besta til …
Mark Rober sagðist sjálfur hafa gert sitt allra besta til að snerta ekki á sér andlitið í tilrauninni en komst að því í lokin að honum hefði þó ekki tekist að komast hjá því að fá gerlana í andlitið. Skjáskot/Mark Rober
Nemendurnir voru fljótir að dreifa gerlum í andlitið á sér.
Nemendurnir voru fljótir að dreifa gerlum í andlitið á sér. Skjáskot/Mark Rober
Kennarinn var jafn ataður út í gerlum og nemendurnir eftir …
Kennarinn var jafn ataður út í gerlum og nemendurnir eftir daginn. Skjáskot/Mark Rober
Í einni tilraun sem gerð var í skólastofunni setti Rober …
Í einni tilraun sem gerð var í skólastofunni setti Rober glóandi gerla á hendi eins nemanda sem sem heilsaði þeim næsta og svo koll af kolli og dreifði þannig gerlunum með snertingu. Skjáskot/Mark Rober
Gerlarnir voru fljótir að dreifa sér á hendur allra þeirra …
Gerlarnir voru fljótir að dreifa sér á hendur allra þeirra sem snertust eftir að fyrsti einstaklinginn með gerlana á höndunum heilsaði þeim næsta. Skjáskot/Mark Rober

Myndband Rober má sjá í spilaranum hér að neðan.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist