Fylgjendafjöldi Daða margfaldast

Vinsældir Daða Freys um allan heim virðist ekki hafa dalað …
Vinsældir Daða Freys um allan heim virðist ekki hafa dalað eftir tilkynningu forsvarsmanna Eurovision söngvakeppninnar um aflýsingu keppninnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vinsældir Daða Freys, sem kosinn var til að keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision ásamt bandi sínu Gagnamagninu, virðast ekki ætla að dala þrátt fyrir að forsvarsmenn Eurovision hafi tilkynnt aflýsingu keppninnar vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. 

Fylgjendafjöldi Daða á Instagram hefur margfaldast á síðustu dögum en fylgjendafjöldinn tvöfaldaðist meðal annars og fór úr 10 þúsund í 20 þúsund á aðeins tveimur dögum. 

Daði tilkynnti það á Twitter-síðu sinni að hann vildi þakka fyrir stuðninginn sem aðdáendur hafa sýnt honum og hljómsveitinni á síðustu dögum með því að gera ábreiðu af Eurovision-lagi sem aðdáendur fengu að velja. Fyrir valinu varð lagið Fuego sem Eleni Foureira flutti fyrir hönd Kýpur árið 2018.

Hlustaðu á ábreiðu Daða af laginu Fuego í spilaranum hér að neðan.

mbl.is