Fullt af nýju á Netflix í samkomubanninu

Margir nýir og spennandi sjónvarpsþættir eru nú nýlentir á Netflix …
Margir nýir og spennandi sjónvarpsþættir eru nú nýlentir á Netflix og öðrum veitum og því ættu landsmenn að hafa nóg að gera uppi í sófa um helgina. AFP

 Dagskrárliður Bíó-Bússa var á sínum stað í vikunni en hann fór yfir það nýjasta á Netflix og öðrum veitum í morgunþættinum Ísland vaknar. Framboðið af nýju efni er mikið og fjölbreytt að þessu sinni sem má segja að sé heppilegt í landi þar sem samkomubann ríkir og fjöldi fólks neyðist til að sitja heima í sóttkví.

The English Game

Sagan af því hvernig almúginn fór að spila „heldrimannaíþróttina“ fótbolta á 19. öld og breytti fótboltahefðinni og öllu Englandi til eilífðar. Þættirnir lenda á Netflix í dag, 20. mars.

Belgravia

Önnur þáttaröð Belgravia eftir Julian Fellows, höfund Downtown Abbey, er loks komin á ITV. Þættirnir gerast árið 1840 í Belgravia, hverfi London, og segir frá tveimur fjölskyldum með ólíkan bakgrunn. Tengjast fjölskyldurnar sérstökum böndum frá lokum Napóleons-stríðsins, 25 árum áður og flækjast aðstæður enn frekar þegar leyndarmál og ástir koma upp á yfirborðið.

Feel Good

19 mars Netflix

Rómantísku gamanþættirnir Feel Good lentu á Netflix í gær en þættirnir byggja að hluta til á ævi Kanadíska uppistandarans Mae Martin sem leikur sig sjálfa í þessum skemmtilegu þáttum.

Self Made: The Story of Madame CJ Walker

Self Made: The Story of madame CJ Walker eru nýjir þættir sem lentu á Netflix í dag. Fjalla þeir um ævi CJ Walker sem var fyrsta blökkukonan til að verða milljónamæringur. Academy Awards vinningshafinn Octavia Spencer túlkar Walker í þessari áhugaverðu seríu.

Tiger King: Murder Mayhem Madness

Þættirnir Tiger Kind: Murder Mayhem madness lentu á Netflix í gær en um r að ræða sannsögulega seríu sem er svo þó ótrúleg að erfitt er að trúa því að hún sé byggð á sönnum atburðum. Þættirnir fjalla um átök milli Joe Exotic og Carol Baskin um velferð tígrisdýra sem fara verulega út böndunum. Sannleikurinn er oft lyginni líkastur.

 Letter for the King

Fantasíuþáttaröðin Letter for the King lendir á Netflix í dag en Netflix 20 march en sagan er byggð á hollenskum metsölubókum. Þættirnir henta vel fyrir aðdáendur The Witcher, The Hobbit og Hringadróttinssögu.mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir