Þurfa að velja hver lifir og hver deyr

Julia Charlotte de Rossi.
Julia Charlotte de Rossi. Mynd: Samsett


Julia Charlotte de Rossi er íslensk að hálfu og að hálfu ítölsk. Hún ólst upp að mestu leyti á Ítalíu og hefur verið búsett í Mílanó undanfarin fjögur ár þar sem hún er í BA-námi í fjölmiðlafræði við IULM-háskólann. Hún sér fram á að fresta útskrift úr náminu vegna ástandsins á Ítalíu þar sem kórónuveiran breiðist hratt út.

„Staðan hérna er hræðileg. Við vissum öll að það væri komin veira en það var samt enginn að pæla í þessu. Enginn vissi að þetta væri orðið svo útbreitt,“ segir Julia í viðtali við K100 sem sjá má og heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Hún segir að skólinn sem hún er í sé lokaður og öllum sé ráðlagt að dvelja heima til 3. apríl.

„Ég fékk send skilaboð frá starfsfólki á spítala. Það hvetur fólk til að vera heima og að það eigi að taka þetta mjög alvarlega. Það er fólk á mínum aldri sem er mjög veikt núna inni á spítala. Það er ekki nógu mikið pláss fyrir alla. Starfsfólkið á spítölum er komið á þann stað að það þarf að velja hver fær að lifa og hver að deyja.“

Ráðleggur Íslendingum að vera heima

Julia ber sig vel og notar tímann í sóttkví til að gera eitthvað uppbyggilegt. „Ég bý með stelpu og við erum að reyna að nota tímann til að gera eitthvað sem við gerum ekki venjulega. Teikna, syngja, dansa og skrifa. Við erum að reyna að vera jákvæðar og bugast ekki. Þetta verður örugglega erfitt fyrir Ítalíu að ná sér aftur en við vonum að þessi staða endi fljótlega.“

Móðir Juliu er Elsa Waage söngkona, sem kemur oft fram á tónleikum þar sem margir koma saman. „Ég var að vara hana við að kyssa fólk. Ég sagði mömmu að það voru bara fyrst 100 manns sem komu með veiruna til Ítalíu og við tókum það mátulega alvarlega. En svo gerðist það að núna eru komnir 10 þúsund manns með þetta eftir bara tvær vikur. Ég vil ráðleggja Íslendingum að vera eins mikið heima og hægt er.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Í loftinu núna
Endalaus tónlist