Skemmtilegt viðtal við Ragga Bjarna rifjað upp

Einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar er nú látinn 85 ára að …
Einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar er nú látinn 85 ára að aldri. Ómar Óskarsson

Ragnar Bjarnason, eða Raggi Bjarna eins og hann var alltaf kallaður, einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar lést í gærkvöldi 85 ára. Mun andlát hans án vafa skilja eftir tómarúm í hjörtum margra landsmanna.

K100 rifjar upp gamla og góða tíma með söngvaranum en Raggi kom í þáttinn Magasínið á K100 fyrir rúmum tveimur árum og brá sér í hlutverk útvarpsmanns í þættinum í tilefni steggjunar Ásgeirs Páls, útvarpsmanns á K100. 

Gaf hann tilvonandi brúðguma þau ráð að hann eigi að muna eftir að segja já. „Muna það, hafðu það á miða,“ sagði Raggi Bjarna brosandi og uppskar mikinn hlátur í Magasíninu á K100.

Hlustendur hringdu inn og kusu um sitt uppáhalds lag með söngvaranum og bar lagið Allir eru að fá sér sigur úr býtum.  

Horfðu og hlustaðu á viðtalið við Ragga Bjarna í spilaranum hér að neðan. mbl.is

#taktubetrimyndir