One Tree Hill leikarar sameinaðir á ný

Instagram/hilarieburton

Nú eru 8 ár liðin frá því að síðasti þáttur af One Tree Hill var gefinn út og margir sem horfa enn með söknuði til persónanna sem eiga margar hverjir stað í hjarta aðdáenda. 

Það virðist þó sem enginn tími hafi liðið fyrir leikara þáttanna sem hittust á næturklúbbnum Tric í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum um helgina og rifjuðu upp gamla tíma. 

„Þegar ég var 20 ára gömul fékk ég starf sem gaf mér einhver mikilvægustu sambönd og upplifanir lífs míns. Ég tók ekki nærri því nóg af myndum frá helginni og fékk ekki myndefni af öllum, en ég elska @raenia23 á @fwbcharityevents fyrir að koma okkur öllum saman. Í gegnum þykkt og þunnt hefur sameiginleg saga okkar verið undirstöðuatriði í lífi mínu. Ég elska ykkur. Xxx,“ sagði Hilarie Burton Morgan undir mynd af leikurunum á Instagram-síðu sinni en lék persónuna Peyton Sawyer í þáttunum. 

 Leikkonan Jana Kramer, sem túlkaði persónuna Alex Dupre í þáttunum deildi einnig myndum af hittingnum á Instagram-síðu sinni.

„Chase og Alex sameinast á ný í Tric eftir 8 ár,“ sagði hún meðal annars undir einni myndinni af henni ásamt Stephen Colletti sem lék persónuna Chase Adams í þáttunum. 
View this post on Instagram

Chase and Alex reunite back in Tric after 8 years....#onetreehill

A post shared by Jana Kramer (@kramergirl) on Feb 22, 2020 at 2:37pm PST

 Deildi Kramer innig mynd af sér ásamt Burton og skrifaði undir myndina: „Þegar Peyton og Alex hittast í fyrsta skiptið á Tric....það eru töfrar.“

View this post on Instagram

When Peyton and Alex meet for the first time at Tric.....it’s magic;).

A post shared by Jana Kramer (@kramergirl) on Feb 21, 2020 at 6:20pm PSTmbl.is