Meðlimir Dimmu ræddu föðurmissinn hjá Ellý

Faðir Egils var Rafn Jónsson trommuleikari Grafík, Bítlavinafélagsins og Sálinni …
Faðir Egils var Rafn Jónsson trommuleikari Grafík, Bítlavinafélagsins og Sálinni hans Jóns míns og faðir Silla var Ragnar Geirdal bifvélavirki sem þekktur var fyrir að gera upp fornbíla. Ljósmynd/Aðsend

Ellý stokkaði spilin og skoðaði gengi hljómsveitarinnar Dimmu í Söngvakeppninni næsta laugardag í spáþætti sínum í gærkvöldi.

Miklar breytingar í vændum fyrir Dimmu

Egill Örn Rafnsson, trommuleikari Dimmu og Silli Geirdal bassaleikari hljómsveitarinnar mættu í þáttinn að þessu sinni en þeir verða meðal fimm keppenda í úrslitum Söngvakeppninnar. Spáði Ellý því meðal annars að miklar breytingar í vændum hjá hljómsveitinni og sagði að óskir þeirra myndu rætast.

Þá og ræddu þeir við Ellý um tengingu þeirra við feður sína en bæði Egill og Silli hafa upplifað föðurmissi.

Faðir Egils var Rafn Jónsson trommuleikari Grafík, Bítlavinafélagsins og Sálinni hans Jóns míns og faðir Silla var Ragnar Geirdal bifvélavirki sem þekktur var fyrir að gera upp fornbíla.

Horfðu á Ellý spá í spilin fyrir Dimmu í spilaranum hér að neðan.

Sjáðu Egil og Silla ræða um föðurmissinn við Ellý.mbl.is