Að detta í stiganum í úrslitunum það versta sem gæti gerst

Nína mun flytja lagið Ekkó í úrslitum Söngvakeppninnar laugardaginn 29. …
Nína mun flytja lagið Ekkó í úrslitum Söngvakeppninnar laugardaginn 29. febrúar næstkomandi.

Nína Dagbjört Helgadóttir mætti í stúdíóið til Sigga Gunnars og Loga Bergmann í Síðdegisþættinum á föstudaginn og svaraði nokkrum „ógeðslega mikilvægum Eurovision spurningum“ en lag hennar Ekkó komst áfram á úrslitakvöld Söngvakeppninnar sem fer fram næstkomandi laugardag sem svokallað „eitt lag enn“ eða „wildcard“.

Sagðist Nína hafa hágrátið við fréttirnar að hún hefði komist áfam á úrslitakvöldið sem hafi verið draumur hennar sem óþekktur listamaður í keppninni. 

Söngvakeppnin stökkpallur

„Þetta er svo mikill stökkpallur fyrir mig af því að ég er náttúrulega óþekkt. Bara að komast í úrslitin var aðalmarkmiðið fyrir mig. Núna er það bara að njóta og gera sitt allra besta í úrslitunum,“ sagði Nína.

Nína, sem er aðeins 19 ára gömul, fædd árið 2000, stóð sig með eindæmum vel og náði að svara flestum Eurovision spurningum Loga og Sigga þrátt fyrir ungan aldur. 

Hún þurfti þó smá upprifjun til að þekkja lagið Það sem enginn sér eftir Valgeir Guðjónsson sem fór sem fulltrúi Íslands í Eurovision árið 1989, 11 árum fyrir fæðingu hennar. 

Hér má sjá spurningarnar og svör Nínu.

Hvað er það versta sem gæti gerst á sviðinu?  Að ég detti í stiganum eða verð fölsk. 

Núna ertu hjá mér... Nína.

Tíminn líður hratt... hann fleytir á eftir sér ...

Hver söng Sjúbídú? Sjúbídú. Ég man ekki eftir þessu lagi.

Sigga eða Grétar? Sigga.

Stebbi eða Eyfi? Stebbi

Hvað er það sem enginn sér? Enginn sér? 

Birgitta Haukdal eða Selma Björns? Vá þetta er erfitt. Selma.

Is it true... Is it over.

Uppáhalds íslenska eurovision lag allra tíma?  All out of Luck. Ég þarf að segja það. Það er uppáhalds.

En besta Eurovisionlagið? Euphoria.

Horfðu á viðtalið við Nínu í Síðdegisþættinum á K100 í spilaranum hér að neðan.mbl.is