Liverpool-aðdáendur að syngja með laginu hápunktur kvöldsins

Fótboltaaðdáendur voru líklega ekki sá markhópur sem Dua Lipa hugsaði …
Fótboltaaðdáendur voru líklega ekki sá markhópur sem Dua Lipa hugsaði sér með lagi sínu One Kiss. Skjáskot/Youtube/Liverpoolfc.com

Poppsöngkonan Dua Lipa hefur farið sigurför um heiminn með tónlist sinni en hún virðist eiga sérstakan stað í hjarta margra Liverpool-aðdáenda eftir að hún steig á svið á fyrsta úrslitaleik liðsins í meistaradeildinni í 11 ár í maí 2018, þegar liðið keppti á móti Real Madrid. Sagði hún frá upplifun sinni frá kvöldinu í nýju viðtali við Liverpoolfc.com en hún mun spila aftur í Liverpool í maí næstkomandi. 

„Einn af hápunktum kvöldsins var án vafa að sjá myndband af öllum Liverpool-aðdáendunum að syngja með One Kiss eftir á,“ sagði Dua Lipa. „Þetta var mikill heiður.“

Segist Dua Lipa aldrei hafa sýnt fyrir framan fleiri áhorfendur en á úrslitaleiknum.

„Ég var mjög heppin að fá stuðning fólksins heima hér á íþróttavellinum í Kiev. Ég er enn í áfalli eftir að hafa séð alla þessa aðdáendur syngja með laginu mínu,“ sagði hún. 

Ekki er hægt að segja annað en að nokkuð skondið sé að fylgjast með myndbandi af Liverpool-aðdáendunum, sem flestir virðast vera djúpraddaðir karlmenn, syngja með poppuðu lagi Dua Lipa af mikilli innlifun en ljóst er að þetta er ekki venjulegur markhópur söngkonunnar.

Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. 

 Atriði Dua Lipa á úrslitaleiknum 2018 má sjá hér að neðan.

mbl.is