Dimma og Árelía í spákvöldi Ellýjar

Tveir liðsmenn hljómsveitarinnar Dimmu, þeir Egill Örn Rafnsson og Silli …
Tveir liðsmenn hljómsveitarinnar Dimmu, þeir Egill Örn Rafnsson og Silli Geirdal, mæta í hljóðverið en þeir hafa báðir misst feður sína yfir móðuna miklu. Mynd: Aðsend

Spáþættir Ellýjar Ármanns á mánudagskvöldum á K100 hafa sannarlega slegið í gegn enda loga símalínur útvarpsstöðvarinnar þegar þátturinn fer í loftið.

„Það er yndislegt spákvöld fram undan,“ segir Ellý. „Ég fæ mjög góða gesti í þáttinn sem hefst á slaginu 22.00 og stendur yfir til miðnættis. Fyrst ber að nefna Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur, dósent við Háskóla Íslands. Hennar sérsvið er leiðtogafræði.“

Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent við Háskóla Íslands.
Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent við Háskóla Íslands. Mynd: Aðsend.

Tveir liðsmenn hljómsveitarinnar Dimmu, þeir Egill Örn Rafnsson og Silli Geirdal, mæta einnig í hljóðverið.

„Ég ætla að skoða nútíð og framtíð með þeim félögum og líka fortíð en þeir hafa báðir misst feður sína yfir móðuna miklu,“ segir Ellý. 

Faðir Egils, trommuleikarinn Rafn Jónsson, spilaði meðal annars með hljómsveitunum Grafík, Sálinni hans Jóns míns og Bítlavinafélaginu og faðir Silla, Ragnar Geirdal bifvélavirki, gerði upp fornbíla. 

„Við stokkum spilin saman, ræðum um lífið og tilveruna, föðurmissinn og söngvakeppnina fram undan. Svo má ekki gleyma hlustendum en síminn er opinn í allt kvöld á milli þess sem ég spjalla við gesti. Hægt er að fá spá í beinni í kvöld með því að hringja inn í síma: 571 11 11.“

mbl.is