Converse gefur út brúðkaupslínu

Sífellt færist í aukana að pör í brúðkaupshugleiðingum ákveði að …
Sífellt færist í aukana að pör í brúðkaupshugleiðingum ákveði að ganga inn kirkjugólfið í strigaskóm. Ljósmynd/Peakpx

Ekki eru allar brúðir sem vilja ganga inn kirkjugólfið í hælum en sífellt fleiri konur í brúðkaupshugleiðingum virðast vera farnar að velja sér hælalausa og þægilega skó eins og strigaskó fyrir stóra daginn. Einnig hafa verðandi brúðgumar í meira mæli farið að velja sér strigaskó fram yfir klassíska spariskó.

Skóframleiðandinn Converse All Star hefur svarað kalli neytenda sinna eftir slíkum skóm og hefur gefið út sérstaka brúðkaupslínu með strigaskóm fyrir verðandi brúðir og brúðguma. 

Er litapallettan að mestu leyti hvít og svört í takt við klassískan brúðarklæðnað þó að nokkrar litríkari tegundir standi brúðhjónum til boða. Flestir skórnir eru afar stílhreinir og hægt er að merkja skóna annaðhvort með nöfnum hjónanna eða einfaldlega með orðunum „brúðgumi“ og „brúður“.

Ljósmynd/Converse
Ljósmynd/Converse
mbl.is