Blóðgjafar duglegir að svara kallinu

Vigdís og Jóna voru yfir sig ánægðar með gjöf með …
Vigdís og Jóna voru yfir sig ánægðar með gjöf með góðgæti frá Til hamingju. Ljósmynd/K100

Blóðgjöf er lífgjöf og líf eykur hamingju en mikil hamingja var í húsi Blóðbankans í Reykjavík þegar morgunþáttur K100, Ísland vaknar, veitti starfsmönnum þar viðurkenningu og verðlaun fyrir frábær störf á dögunum. Fengu starfsmenn öskjur fullar af góðgæti frá Til hamingju.

Ljósmynd/K100

Vigdís Jóhannsdóttir, forstöðumaður blóðsöfnunar hjá Blóðbankanum, tók á móti gjöfinni ásamt Jónu, starfsmanni bankans, og voru þær yfir sig ánægðar.

„Það er yfirleitt nóg að gera hjá okkur af því að við fáum svo góða blóðgjafa til okkar,“ sagði Vigdís. „Þeir svara kallinu alltaf. Við verðum að passa að við eigum nóg af blóði. Þeir eru mjög duglegir að svara kallinu. Koma hingað í sjálfboðavinnu, gefa af tíma sínum og láta stinga sig.“

Hlustaðu á Ísland vaknar gefa Blóðbankanum verðlaun fyrir frábær störf í spilaranum hér að neðan. 

mbl.is