Ný útgáfa af Harry Potter væntanleg

Ljósmynd/MinaLima

Ný myndskreytt útgáfa af bók J. K. Rowling, Harry Potter og viskusteinninn (Harry Potter and the Philosopher's stone), er væntanleg í október á árinu en bókin er þegar komin í forsölu.

Er útgáfan samstarf Bloomsbury og hönnunarhússins MinaLima sem sér um myndskreytingu og grafík í bókinni. MinaLima er best þekkt fyrir að sjá um myndræna framsetningu í Fantastic Beasts-kvikmyndunum. 

Verður litríkar myndir að finna á nánast hverri einustu blaðsíðu í bókinni ásamt fjölda töfrandi gagnvirkra notkunarmöguleika. Meðal annars verður hægt að draga út og skoða bréf Harry frá galdraskólanum Hogwarts, skoða innganginn á Skástræti og þreifa á veislumatnum í stóra salnum í Hogwarts. 

Horfðu á kynningarmyndband Bloomsbury og MinaLima á bókinni.