Fullt nýtt á Netflix um helgina

Fullt af nýjum þáttum og kvikmyndum lenda á Netflix og …
Fullt af nýjum þáttum og kvikmyndum lenda á Netflix og öðrum streymisveitum um helgina. Ljósmynd/thequotecatalog

Margir áhugaverðir þættir og kvikmyndir koma inn á Netflix og fleiri streymisveitur um helgina. Bíófræðingurinn Björn Þórir Sigurðsson stiklaði á stóru um þetta í morgunþættinum Ísland vaknar á K100.

Better Call Saul

Fimmta þáttaröðin af Better Call Saul, sem margir aðdáendur hafa beðið eftir, kemur í sýningu á streymisveitunni AMC um helgina.

The Hunters

Spennuþáttaröðin The Hunters með Al Pacino kemur á Amazon Prime um helgina. Þættirnir fjalla um „nasistaveiðimenn“ í New York árið 1977 sem reyna að koma í veg fyrir að nasistar taki yfir Bandaríkin.

Gentefied

Gamanþáttaserían Gentefied lenti á Netflix í dag en þættirnir fjalla um þrjá Bandaríkjamenn ættaða frá Mexíkó sem leitast við að elta „Ameríska drauminn“.

The Last Thing He Wanted

Kvikmyndin The Last Thing He Wanted með Anne Hathaway og Ben Affleck lendir á Neflix í dag. Myndin fjallar um blaðamann sem flækist fyrir tilviljun í mál sem hann er með til rannsóknar.

Walking dead

Tíunda þáttaröð zombie-hryllingsþáttanna Walking dead byrjar í sýningu á steymisveitu AMC á sunnudag. Þættirnir eru æsispennandi og fullir af hasar.

 

The Chef Show

Þriðja sería af kokkaþáttum leikarans og leikstjórans Jon Favrau The Chef Show lenda á Netflix um helgina og því nóg af „gómsætu“ sjónvarpsefni fyrir matgæðinga að „háma í sig“.


Babies

Heimildaþættirnir Babies verða frumsýndir á Netflix um helgina. Þættirnir fjalla um lífsgöngu ungabarna fyrstu árin og þau mögnuðu vísindi sem liggja þar að baki. 

 The call of the Wild

Fyrir þá sem vilja heldur fara í bíó verður kvikmyndin The Call of the Wild með Harrison Ford í aðalhlutverki frumsýnd í kvikmyndahúsum í dag. Myndin fjallar um ævintýri heimilishundsins Buck sem er fluttur til óbyggða Alaska til að gerast sleðahundur á tímum gullæðisins undir lok 19. aldar.

mbl.is