Alda Karen hjólaði í stærstu nöfnin fyrir Life Masterclass

Alda Karen Hjaltalín.
Alda Karen Hjaltalín. K100/Siggi Gunnars

Alda Karen Hjaltalín var mikið í umræðunni í fyrra, svo mikið reyndar að hún endaði í áramótaskaupinu. Hún sætti mikilli gagnrýni fyrir fyrirlesturinn sinn Life Masterclass en snýr nú aftur á svið í Hörpu, 28. febrúar, þar sem fjöldi erlendra fyrirlesara munu stíga á svið.

„Life Masterclass gefur mér rými til að gera það sem samfélagið vill hverju sinni, það sem fólkið vill,“ segir Alda Karen í viðtali við þá Loga og Sigga í Síðdegisþættinum á K100. „Við getum talað um andlega heilsu, við getum talað um að þú ert nóg og við getum talað um sölu og markaðssetningu. Í ár getum við talað um að koma okkur á framfæri. Þetta snýst alltaf um að vera besta útgáfan af sjálfum þér.“

Efldist við umræðuna

Alda óttast ekki að fá þekkt nöfn til liðs við sig utan úr heimi til að koma fram í Hörpu. „Ég hjóla bara í stærstu nöfnin. Ef Twitter, Kastljós og allir þessir frábæru einstaklingar sem voru á móti mér í fyrra hefðu ekki talað svona hátt og ég hefði ekki fengið mikið af fréttum um mig þá hefði ég aldrei getað fengið svona flotta erlenda fyrirlesara.“

Sjáðu viðtalið við Öldu Karen í spilaranum hér fyrir neðan.

mbl.is