Ræktaði kjúkling í opnu eggi

Í myndbandi sem birt var á Reddit má sjá hvernig …
Í myndbandi sem birt var á Reddit má sjá hvernig vísindamaður ræktar heilbrigðan kjúkling í opnu eggi. Youtube/Skjáskot

Í myndbandi sem birtist á samfélagsmiðlinum Reddit á dögunum má sjá hvernig vísindamönnum tekst að rækta kjúkling í opnu eggi með því að sprauta bætiefnum og eimuðu vatni í kjúklingafóstrið. 

Virðist margt líkt með tilrauninni og annarri tilraun japanskra nemenda frá árinu 2014 þar sem kjúklingar voru ræktaðir í plastílátum.

Það má með sanni segja að magnað er að fylgjast með kjúklingnum vaxa og dafna í opnu eggi og klekjast svo fullþroska úr egginu.

Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan.


 

mbl.is