Hafa aðeins um 30 mínútur fyrir sjálfa sig

Foreldrar hafa afar mikilvægu hlutverki að gegna og þurfa oftar …
Foreldrar hafa afar mikilvægu hlutverki að gegna og þurfa oftar en ekki að setja eigin vonir og þrár á hilluna til að sinna börnunum. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Það að vera foreldri er afar óeigingjarnt hlutverk og margir foreldrar kannast án vafa við að finnast lítill tími vera eftir í sólarhringnum fyrir þá sjálfa.

Könnun sem gerð var á lífum tvö þúsund mæðra og feðra sýndi fram á að foreldrar eigi að meðaltali aðeins 32 mínútur af degi hverjum degi fyrir sjálfa sig eftir að hafa sinnt skyldum vinnunnar, heimilisins og fjölskyldunnar.

Eyða 18 klukkustundum á viku í að sinna börnum

Jafnframt hætta 32% foreldra ekki að vinna að hinum ýmsu heimilis- og foreldrastörfum fyrr en um klukkan 8 á kvöldin. Foreldrar í fullu starfi eyða að meðaltali 18 klukkustundum á viku í að sinna barni sínu en 24% foreldra eyða í það heilum 30 klukkustundum.

88% foreldranna viðurkenndu að þeir væru of uppteknir til þess að elda mat og 96% sögðu að lítill tími hefði áhrif á það að fjölskyldan tileinkaði sér óheilbrigðar matarvenjur. 

Það kom raunar í ljós að annríki foreldra varð til þess að þeir slepptu að meðaltali 227 eiginlegum máltíðum á ári.

Mæður hafa aðeins 17 mínútur á dag

Samkvæmt niðurstöðum annarrar könnunar sem gerð var á tvö þúsund mæðrum hafa mæður enn minni tíma milli handanna fyrir þær sjálfar eða aðeins 17 mínútur.

51% mæðranna sem tóku þátt í rannsókninni viðurkenndu að þær færu oft í gegnum heila viku án þess að eiga neinn tíma fyrir sjálfar sig. 42% kvennanna sögðust nýta þann tíma sem gæfist til að skipuleggja næsta dag.

Næstum 75% mæðranna sögðu að þeim fyndist eins og þær væru að lifa lífi sínu fyrir aðrar manneskjur og meira en helmingur sagðist ekki geta sinnt tómstundum og áhugamálum sínum.

mbl.is