Sam Smith leitar að blindum söngvara

Sam Smith.
Sam Smith. AFP

Breski söngvarinn Sam Smith deilir færslu á Twitter með fylgjendum sínum sem sýnir upptöku af manni, að því er virðist frá Filippseyjum, syngja lag hans Too Good At Goodbyes á karókígræju í verslunarmiðstöð. „Hver er þessi strákur?,“ spyr Sam Smith. „Þú ert utan alheimsins, hver sem þú ert,“ bætir söngvarinn við og lætur hjarta fylgja með.

Fylgjandi Sam Smith á Twitter svarar því til að um sé að ræða Carlmalone Montecido frá Filippseyjum. Hann sé mjög hæfileikaríkur, blindur strákur með einstaka náðargáfu þegar kemur að söng eins og rás hans á Youtbe sýnir.

Monecido svarar sjálfur þræðinum frá stórsöngvaranum og þakkar fyrir sig.mbl.is