Íslensku lögin sem eru ekki íslensk

Einhverjum kann að koma á óvart að mörg af þekktustu og sígildustu dægur-, popp- og barnalögum Íslendinga séu ekki upprunalega íslensk en sú er þó raunin. Lög eins og Sagan af Nínu og Geira, Lóan er komin, Bíddu pabbi bíddu mín, Bíum bíum bambaló, Heyr mína bænFljúga hvítu fiðrildin og Góða ferð eru allt söngtextar sem sungnir eru yfir lög sem hafa verið fengin erlendis frá og annaðhvort verið þýdd úr upprunalegu tungumáli eða hafa fengið nýjan íslenskan texta. 

Ástarlagið Hlustaðu á regnið með Trúbroti er upphaflega ítalska lagið Nel Giardino Dell'amore með Patty Pravo.

 

Vertu til er vorið kallar á þig eftir Tryggva Þorsteinsson er lagið Katyusha eftir rússann Matvei Blanter og var frumflutt árið 1941 í Moskvu sem kveðja til rússneskra hermanna á leið á vígstöðvar seinni heimsstyrjaldarinnar.

Bíddu pabbi, bíddu mín með Vilhjálmi Vilhjálmssyni er þýðing á laginu Daddy Don't You Walk so Fast með Wayne Newton.

 

Sagan af Nínu og Geira með Brimkló var upprunalega Don't Cry Joni með Conway Twitty og Joni.

 

Góða ferð sem BG og Ingibjörg gerðu sígilt var upprunalega lagið Que Sera með José Feliciano.

Lóan er komin er upprunalega lagið Carry Me Back to Old Virginny meðal annars með Jeanette McDonald og Nelson Eddy.

Ég vil fá mér kærustu sem hljómsveitin Hjálmar hafa meðal annars gefið út er upprunalega sænska þjóðlagið AckVärmeland du sköna sem var meðal annars flutt af söngkonunni Monica Zetterlund.

Heyr mína bæn með Ellý Vilhjálmsdóttur er ítalska Eurovision-lagið Non Ho'letá með Gigliola Cinquetti.

Barnalagið Í bljúgri bæn er lagið Banks of Ohio sem var meðal annars flutt af Olivia Newton-John 1971.

 

Lagið Bjössi í mjólkurbílnum er upprunalega ítalska lagið Papaveri e Papare með Nilla Pizzi.

Lagið sem barnasöngtextarnir Fljúga hvítu fiðrildin og Afi minn fór á honum rauð eru sungnir undir er Pistol Packin' Mama sem hefur m.a. verið flutt af John Prine og Mac Wiseman. Benda má á að upprunalega lagið og textinn við það er ekki barnalag.

Vögguvísan Bíum bíum bambaló er upprunalega lagið Gone the Rainbow sem hefur verið flutt af Peter, Paul and Mary.

 

Barnalagið Ég er að baka eftir Ómar Ragnarsson er upprunalega lagið Catarina eftir Perry Como.

Lagið Ég hef elskað þig frá okkar fyrstu kynnum er þýðing á laginu Jeg har elsket dig så lange jeg kan mindes með Marguerite Viby.

Án þín með Trúbroti er þýðing á laginu My World is Empty Without You með The Supremes.

Síðast en ekki síst er lagið It's Oh So Quiet sem Björk gerði ódauðlegt en það lag er tökulag upprunalega frá árinu 1951 eftir Betty Hutton.

mbl.is