13 ára söngkona slær í gegn

Norska söngkonan Angelina Jordan.
Norska söngkonan Angelina Jordan. AFP

Norska söngstirnið Angelina Jordan sló rækilega í gegn í sjónvarpsþættinum America´s Got Talent Champions nýverið. Angelina er aðeins 13 ára en hún sigraði Norway´s Got Talent aðeins 7 ára að aldri.

Flutningur hennar á lagi Elton John, Goodbye Yellow Brick Road, gerði áhorfendur agndofa. Upptaka af því berst nú ört um samfélagsmiðla.

Flutningur hennar á lagi hljómsveitarinnar Queen, Bohemian Rhapsody, þykir einnig vel heppnaður en fáir söngvarar reyna að gera laginu skil.mbl.is