Nýir Netflix þættir í vonda veðrinu

AFP

Björn Þórir Sigurðsson, bíófræðingur morgunþáttarins Ísland vaknar á K100, lumar á góðum hugmyndum um áhorf á nýja þætti á streymisveitum eins og Netflix þegar óveðrið gengur yfir landið.

Narcos Mexico Seria

Önnur þáttaröðin af Narcos hóf göngu sína á Netflix í gær.

Love is blind

Þættirnir Love is blind hófu göngu sína í gær á Netflix.

To all the boys 2, Ps: I love you

Lara Jean og Peter eru nýbyrjuð að taka samband sitt upp á næsta sig þegar óvæntur móttakandi ástarbréfa hennar gerir vart við sig. 

The goop Lab

Leikkonan Gwynyth Paltrow stýrir sex þáttum á Netflix sem nefnast The goop Lab. Þættirnir eru sagðir afar umdeildir en áhugaverðir.

Kidding

Showtime sýnir aðra þáttaröð af Kidding með Jim Carrey í aðalhlutverki.

Outlander

Fimmta þáttaröðin af Outlander, sem njóta mikilla vinsælda, hefur göngu sína á Stöð 2 og Starz-sjónvarpsstöðinni um helgina.

High Fidelity 

Kvikmyndin High Fidelity, sem byggð var á skáldsögu Nick Hornby, er í uppáhaldi hjá mörgum. Zoe Kravitz, dóttir söngvarans Lenny Kravitz, fer á kostum í uppfærðri útgáfu kvikmyndarinnar frá árinu 2000 sem sýnd er á Hulu.

Thin Ice

Spennuþættirnir Thin Ice hefja göngu sína á RÚV á sunnudaginn.

Klovn

Dönsku aulabárðarnir eru mættir aftur. Bíómynd þeirra, The Final, er komin í kvikmyndahús og verður frumsýnd í dag.

mbl.is