Bjóða þriðja hjólinu fría máltíð

Pör eru hvött til að taka með sér einhleypan einstakling …
Pör eru hvött til að taka með sér einhleypan einstakling á matsölustaðinn Brew Dog Reykjavík og fá fyrir hann fría máltíð á Valentínusardaginn. Ljósmynd/Adobe Stock

Matsölustaðurinn BrewDog Reykjavík ætlar að bjóða upp á fría máltíð fyrir einhleypa einstaklinga sem mæta einir ásamt ástföngnum pörum í dag á degi ástarinnar, Valentínusardeginum sem er í dag.

Staðurinn hvetur pör og hjón til að taka einhleypa vini sína með sér á matsölustaðinn. Munu „þriðju hjólin“ svokölluðu fá ostborgaramáltíð með frönskum eða grænmetisrétt sér að kostnaðarlausu.  

„Free Meal for Third Wheels“

Á Facebook-síðu BrewDog Reykjavík er gefið í skyn að hin einhleypu „þriðju hjól“ gætu jafnvel kynnst öðrum í svipaðri stöðu á veitingastaðnum. 

Þremenningar sem stefna á að nýta tilboðið þurfa aðeins að mæta á staðinn, bóka borð fyrir þrjá og segja ensku setninguna, „Free Meal for Third Wheels“.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist