Eurovision alltaf draumurinn

Íva Marín Adrichem flytur lagið Oculis Videre í Söngvakeppninni og …
Íva Marín Adrichem flytur lagið Oculis Videre í Söngvakeppninni og mun stíga á svið í undanúrslitum keppninnar næsta laugardag 15. febrúar.

Íva Marín Adrichem flytur lagið Oculis Videre í Söngvakeppninni í ár en hún mun stíga á svið í undanúrslitum keppninnar næsta laugardag 15. febrúar. 

Íva hefur verið blind frá fæðingu en hefur aldrei látið það stoppa sig í tónlistarástríðunni. Henni hefur verið spáð afar góðu gengi í Söngvakeppninni og hefur fengið góðar viðtökur á tónlistarveitum. Íva hefur verið mikill tónlistarunnandi alla sína ævi og æfir nú klassískan söng í Rotterdam, einmitt þar sem Eurovision-söngvakeppnin verður haldin í maí næstkomandi.

Ekki að hugsa um Eurovision þegar hún samdi lagið

Í samtali við Síðdegisþáttinn í gær sagði Íva lag hennar sem hún samdi ásamt vini sínum Richard Cameron sagt út frá sjónarhorni sjáanda sem væri að tjá hlustendum að framtíðin væri ekki björt fyrr en kærleikurinn og ástin réðu ferðinni.

Hún sagðist ekki hafa verið að hugsa um Eurovision þegar hún samdi lagið en að hana hefði þó alltaf langað að taka þátt í Söngvakeppninni og því hefði verið tilvalið að senda lagið í keppnina.

„Ég hef verið að fylgjast með þessari keppni næstum þráhyggjukennt frá því ég var lítið barn,“ sagði Íva, sem segist alltaf hafa velt því fyrir sér hvernig væri að standa á stóra sviðinu í Eurovision. „Þannig að þetta hefur alltaf verið draumur.“

Hlustaðu á viðtal við Ívu úr Síðdegisþættinum á K100 í spilaranum hér að neðan.

Hlustaðu á lagið Oculis Videre í spilaranum hér að neðan.Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist