Bjóða farþegum í sóttkví upp á frítt klám

Farþegum og áhöfn skemmtiferðaskips sem hefur verið kyrrsett fyrir utan …
Farþegum og áhöfn skemmtiferðaskips sem hefur verið kyrrsett fyrir utan Japan sökum kórónaveirunnar býðst að stytta sér stundir við að horfa á klám, sér að kostnaðarlausu. mbl.is/ThinkstockPhotos

Klámfyrirtækið CamSoda hefur ákveðið að bjóða 3.700 farþegum sem hafa setið í einangrun í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess fyrir utan strendur Japans eftir að Covid-19 kórónavírusinn greindist um borð í skipinu upp á frítt klám til að stytta sér stundir í sóttkvínni. Þetta kemur fram á fréttasíðu Fox Business. 

Var skipið kyrrsett og öllum farþegum skipsins gert að halda sig í klefum sínum síðasta þriðjudag eftir að í ljós kom að áttræður farþegi sem fór frá borði í Hong Kong reyndist smitaður. 

Skemmtiferðaskipið Diamond Princess er í sóttkví fyrur utan strendur Japan.
Skemmtiferðaskipið Diamond Princess er í sóttkví fyrur utan strendur Japan. AFP

Nú þegar hafa 219 farþegar um borð í skipinu smitast af veirunni.

Munu farþegarnir fá að nýta sér vefmyndavélaþjónustu fyrirtækisins gjaldfrjálst og geta horft á klám í beinni útsendingu í gegnum Netið sér að kostnaðarlausu.

Hlýtur að leiðast hrikalega

„Þau eru ekki aðeins að takast á við hræðslu við smit, sem er hræðilegt, heldur einnig leiðindi,“ sagði Daryn Parker, forstöðumaður CamSoda. „Okkur líkar jafn mikið við skemmtiferðaskip og hver annar, en án þess að hafa hafa neitt fyrir stafni eða aðgang að mannlegum samskiptum hlýtur þeim að leiðast alveg hrikalega.“

Sagði hann þjónustuna vera tilraun til að reyna að taka huga farþeganna af kórónuveirunni og minnka leiðindi þeirra. „Við erum að bjóða farþegum og áhöfninni upp á það að skemmta sér í öruggu og stýrðu umhverfi með vefmyndavélum,“ sagði hann. 

Stefnt er að því að farþegar og áhöfn skipsins verði í sóttkví til 19. febrúar. 

mbl.is