Síðdegisþátturinn í beinni frá Tenerife

Logi Bergmann og Siggi Gunnars munu færa Íslendingum sólina frá …
Logi Bergmann og Siggi Gunnars munu færa Íslendingum sólina frá Tenerife í beinni útsendingu frá miðvikudegi til föstudags.

Logi Bergmann og Siggi Gunnars bregða undir sig betri fætinum og ferðast í sólina til Tenerife með Heimsferðum í Síðdegisþættinum sem verður sendur út í beinni frá strandbænum Los Cristianos frá miðvikudegi til föstudags og ætla þeir félagar að færa Íslendingum sólina heim.

Eiga möguleika á að vinna ferð í sólina 

Munu hlustendur heyra sögur af Íslendingum sem hafa byggt upp nýtt líf í sólarparadísinni á Tenerife. Heppnir hlustendur sem fylgjast með eiga möguleika á að vinna ferð í sólina með Heimsferðum. 

Síðdegisþátturinn er í loftinu alla virka daga frá klukkan 16 til 18 á K100. 

mbl.is