Allar símalínur glóðu í spáþætti Ellýjar

Færri náðu inn en vildu í nýjum spáþætti Ellýjar í …
Færri náðu inn en vildu í nýjum spáþætti Ellýjar í gærkvöldi.

Hlustendur á Akranesi, Garðabæ, Selfossi, Reykjavík og Reykjanesbæ náðu inn og fengu persónulega framtíðarspá frá Ellý Ármanns eftir langa bið en allar símalínur á K100 glóðu stanslaust frá klukkan 22 til miðnættis á K100 í gærkvöldi. Sumir biðu í allt að 25 mínútur eftir því að komast að en Ellý las í spilin fyrir alla sem náðu í gegn.

Gestir þáttarins að þessu sinni voru Helga Ingibjörg Guðjónsdóttir og Ísold Wilberg Antonsdóttir sem komust áfram í fyrra undankvöldi Söngkeppninnar með lagið Klukkan tifar. Spáði Ellý þeim mikilli velgengni í Söngvakeppninni.

Færri náðu inn en vildu

Ellý var ákaflega ánægð með fyrstu viðtökur þáttarins.

„Mér leið vel og er þakklát fyrir frábær viðbrögð hlustenda en færri náðu inn en vildu. Þetta var eins og ég hefði boðið góðum vinum í heimsókn til mín þar sem við skoðuðum nútíð og framtíð allra sem náðu í gegn,“ sagði Ellý eftir þáttinn.

Þáttur Ellýjar er á K100 öll mánudagskvöld frá klukkan tíu til tólf þar sem hún spáir fyrir hlustendum en hægt verður að ná í hana í síma 571-1111 næsta mánudag. Gestur þáttarins næsta mánudag er Guðmundur Oddur Magnússon, oft kallaður Goddur, listamaður og prófessor í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands.

mbl.is