Helga og Ísold í spáþætti Ellýjar

Ellý Ármanns verður í loftinu á K100 á mánudagskvöldum klukkan …
Ellý Ármanns verður í loftinu á K100 á mánudagskvöldum klukkan 22.00. Samsett mynd/ ljósmyndarar: Sigtryggur Ari og Mummi Lú.

Helga Ingibjörg Guðjónsdóttir og Ísold Wilberg Antonsdóttir sem komust áfram í fyrra undankvöldi Söngkeppninnar með lagið Klukkan tifar eru gestir Ellýjar Ármanns í spáþætti hennar á K100 í kvöld.

„Ég skoðaði stjörnumerkin þeirra út frá fæðingardögum þeirra. Það er greinilegt að Helga er traust, fjölhæf og með mjög öflugt innsæi. Ísold birtist mér ástríðufull, tilfinngaheit, orkumikil og stútfull af hæfileikum líka. Ég fæ þær báðar til mín í spá og spjall í fyrsta þættinum til að fá skýr svör fyrir framhaldið,“ segir Ellý spurð hvað framtíðin færi þessum hæfileikaríku söngkonum.

Þáttur Ellýjar hefst klukkan 22.00. Hlustendur geta hringt í síma 571 1111 og fengið framtíðarspá hjá Ellý í beinni.

mbl.is