Nýtt á Netflix um helgina

Lock & Key, sem sýndir eru á Netflix eru sagðir …
Lock & Key, sem sýndir eru á Netflix eru sagðir spennandi. Samsett mynd/Netflix.

Áhugaverðir þættir koma á Netflix og fleiri streymisveitur um helgina. Björn Þórir Sigurðsson stiklaði á stóru í morgunþættinum Ísland vaknar á K100.

Locke & Key

Þættirnir Locke & Key, sem sýndir eru á Netflix, byggjast á vinsælum teiknimyndum. Krakkar erfa ættaróðal en þar má finna lykla að ýmsum víddum.

The Horse Girl

Netflix sýnir myndina The Horse Girl sem fjallar um konu sem hefur mikinn áhuga á hestum og vísindaþáttum. Yfirnáttúrulegir draumar hennar virðast rætast.

The Coldest Game

Bíómyndin Coldest Game kemur á Netflix um helgina og fjallar um mann sem sendur er inn á skákmót til að njósna.

Homeland

Áttunda þáttaröðin af Homaland kemur á Showtime sjónvarpsstöðina um helgina. Þættirnir eru aftur orðnir hörkuspennandi með Claire Danes í aðalhlutverki.

Brooklyn Nine Nine

Sjöunda serían af þessum vinsælu þáttum kemur á NBC um helgina. Vinnustaðagrínið heldur áfram.

The sinner

Þriðja þáttaröðin af The Sinner kemur á USA Network um helgina. Bill Pulman leikur lögreglumann sem sér hluti sem aðrir sjá ekki.

Briarpatch

USA network sýnir þættina Briarpatch sem eru frá sama framleiðanda sem gerði þættina Mr. Robot. Lögfræðingur kemur til smábæjar að leysa ráðgátu. 

mbl.is