Ostakökuatriðið ógleymanlega fyndið

Sjónvarpsþættirnir Friends eru afar vinsælir og mörg atriði sem telja …
Sjónvarpsþættirnir Friends eru afar vinsælir og mörg atriði sem telja má bráðfyndin.

Sjónvarpsþættirnir Friends eru án vafa einhverjir ástsælustu þættir heims og fáir Íslendingar sem ekki kannast við vinina sex þau Ross, Monicu, Rachel, Chandler, Joey og Phoebe.

Þættirnir voru ræddir í þaula í morgunsárið í Ísland vaknar á K100 og fengu hlustendur að deila sínum uppáhaldsatriðum úr þáttunum vinsælu með þeim Ásgeiri Páli, Jóni og Krístínu.

Eitt vinsælasta atriðið sem barst oftast í tal bæði meðal þáttastjórnenda og hlustenda var þátturinn „The One With Ross' Tan“ þar sem Ross Geller fer í brúnkusprautun en atriðið má sjá hér að neðan.

Þáttastjórnendur voru sammála um að ostakökuatriðið í þættinum „The One with the Cheesecake“ hefði einnig verið ógleymanlega fyndið.

Einn hlustandi deildi sínum uppáhaldsþætti, „The One With the The Embryos“, þar sem Joey og Chandler keppa í spurningakeppni við Monicu og Rachel um það hver fær að búa í íbúð Monicu.

„Þegar spurt er „við hvað starfar Chandler“ þá veit það enginn. Það veit það enginn og mér finnst það svo fyndið,“ sagði hlustandinn.

Annar hlustandi sagði atriðið í þættinum „The One With the Ring“ vera í uppáhaldi en þar veldur miskilningur því að Rachel heldur að Joey sé að biðja hennar.

„Það er stórfenglega fyndið alveg,“ sagði hlustandinn. Atriðið má sjá hér að neðan. 

Hlustaðu á þáttinn Ísland vaknar í heild sinni í spilaranum hér að neðan

 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist