Bill Murray aftur í Groundhog Day

Leikarinn Bill Murray endurtekur hlutverk sitt í kvikmyndinni Groundhog Day …
Leikarinn Bill Murray endurtekur hlutverk sitt í kvikmyndinni Groundhog Day í auglýsingu fyrir Jeep. Mynd: Jeep/Columbia

Það mætti halda að eftir að hafa dvalið að því er virðist heila eilífð í endurteknum degi léti leikarinn Bill Murray það vera að fara aftur til bæjarins Punxsutawney. Hann er aftur fastur, í sama deginum, og í myndinni Groundhog Day frá árinu 1993 en nú í auglýsingu fyrir Jeep.

Auglýsingin var sýnd í hléi Ofurskálarinnar, úrslitaleik NFL-deildarinnar í bandarískum fótbolta, og gerði stormandi lukku hjá aðdáendum kvikmyndarinnar úti um allan heim.

Phil Connors, sem Bill Murrey leikur, vaknar sem fyrr í sama rúminu við sömu vekjaraklukkuna. Hann rekst enn og aftur á Ned Ryerson, sem leikarinn Stephen Tobolowski gerði ódauðlegan í kvikmyndinni, og stelur aftur jarðhundi. Eini munurinn er sá að nú getur hann stungið af á splunkunýjum Jeep.

Logi og Siggi ræddu um auglýsinguna, og fleiri auglýsingar á Ofurskálinni, í Síðdegisþættinum á K100. Rætt var við Jón Ara Helgason hjá Brandenburg sem hafði sitt að segja um gæði auglýsinganna þetta árið.


 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist