Norsk siðblinda á RÚV

Skjáskot úr þáttunum Exit sem sýndir eru á RÚV.
Skjáskot úr þáttunum Exit sem sýndir eru á RÚV. Skjáskot/Rúv

Norsku þættirnir Exit, eða Útrás í íslenskri þýðingu, sem komnir eru á ruv.is, hafa slegið í gegn. Þættirnir, sem fjalla um fjóra siðblinda útrásarvini í fjármálageiranum, eru sagðir byggja á raunverulegum atburðum. Se og Hør í Noregi fjallaði um þættina á dögunum.

Björn Þórir Sigurðsson, bíófræðingur morgunþáttarins Ísland vaknar á K100, bendir hlustendum vikulega á áhugaverða þætti sem eru nýkomnir á streymisveitur.

The Bold Type

Fjórða þáttaröðin af The Bold Type er komin á Hulu. Þættirnir byggja á ævisögu Joanna Coles, ritstjóra Cosmopolitan.

Sabrina

Táningsnornin Sabrina mætir aftur í þriðju þáttaröð á Netflix.

Shrill

Önnur þáttaröð Shrill er komin á Hulu. Þeir fjalla um unga konu sem vill breyta lífi sínu og berst fyrir líkamsvirðingu. Þættirnir byggja á bókum Lindy West sem heita Shrill: Notes From a Loud Woman.

Star Trek Picard

Á CBS-sjónvarpsstöðinni fer Patrick Stewart á ný í hlutverk Jean-Luc Picard, aðmíráls hjá Stjörnuflotanum.

68 Whiskey

Paramount-sjónvarpsstöðin sýnir gamanþættina 68 Whiskey úr smiðju Ron Howard og Brian Grazer. Þættirnir gerast í hersjúkrabúðum í Afganistan en um er að ræða endurgerð ísraelskra þátta og kannski M.A.S.H. okkar tíma.

The Stranger

Þann 31. janúar koma spennuþættirnir The Stranger á Netflix sem byggja á bók Harlan Cobe. Söguhetjan fær þær óvæntu fréttir, frá konu sem hann þekkir ekki neitt, að konan hans sé að ljúga til um óléttu sína.

Thin Ice

RÚV tekur spennuþættina Thin Ice til sýninga 16. febrúar. Þættirnir eru að stórum hluta teknir á Íslandi. Norðurskautsráðið fundar um umhverfismál og olíuvinnslu þegar ráðist er á rannsóknarskip við Grænland.

mbl.is