Forvitin frekja sem rannsakar langlífi

Fjölmiðlakonan Helga Arnardóttir var gestur Loga og Sigga í 20 …
Fjölmiðlakonan Helga Arnardóttir var gestur Loga og Sigga í 20 ógeðslega mikilvægum spurningum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjölmiðlakonan Helga Arnardóttir var gestur Loga og Sigga í 20 ógeðslega mikilvægum spurningum í gær.

Helga hefur undanfarið unnið að þáttunum „Lifum lengur“ sem sýndir eru í Sjónvarpi Símans en þetta er önnur þáttaröðin sem hún gerir um þetta efni sem eflaust allir hafa velt einhvern tímann fyrir sér. 

Vísindamenn hafa rannsakað langlífi í fjölda ára og sagði Helga frá fimm stöðum þar sem langlífi hefur verið hvað mest í heiminum. „Það er Nicoya-hérað í Kosta Ríka, eyjan Okinawa í Japan, gríska eyjan Íkaría, ítalska eyjan Sardinía og bærinn Loma Linda í Kaliforníu.“

Það verður að segjast að sá staður sem stingur í stúf á þessum lista sé hinn mjög svo venjulegi bandaríski smábær Loma Linda. En Helga útskýrði það. „Það er hæsta hlutfall Sjöunda dags aðventista í öllum Bandaríkjunum í Loma Linda. Þeir eru heilagir í mataræði og lífsstíl. Trúarbrögðin ganga út á heilsuna og að vera sem heilbrigðastur.“ 

Persónuleikaprófið 20 ógó lagt fyrir

Fyrir utan áhugaverða umræðu um langlífi var persónuleikaprófið „20 ógeðslega mikilvægar spurningar“ lagt fyrir Helgu þar sem ýmislegt kom fram. Henni t.d. leiðist afskaplega að fljúga sem er ansi slæmt þar sem hún hefur þurft að ferðast um allan hnöttinn við tökur á þáttunum sínum. Þegar hún var spurð út í helstu galla stóð ekki á svari. „Ég er frekja. Ég hef verið reglulega áminnt um það af manninum mínum sem segir að ég sé bara frek.“

Hlustaðu og horfðu á skemmtilegt viðtal við Helgu í spilaranum hér að neðan. 

mbl.is

#taktubetrimyndir