Witcher slær áhorfsmet

Henry Cavill í hlutverki sínu í þáttunum Witcher sem slegið …
Henry Cavill í hlutverki sínu í þáttunum Witcher sem slegið hafa í gegn. Mynd/Netflix

Sjónvarpsþáttaröðin The Witcher, sem sýnd er á Netflix, hefur slegið áhorfsmet, samkvæmt tilkynningu frá streymisveitunni sem Hollywood Reporter vitnar í.

76 milljónir notenda Netflix horfðu á þáttaröðina innan fjögurra vikna frá því hún var frumsýnd. Aldrei áður hafa svo margir horft á fyrstu þáttaröð sem Netflix hefur boðið upp á.

Netflix breytti þó nýlega reglum hjá sér varðandi mælingar á áhorfi. Áður voru þeir taldir sem horfðu á 70% af tilteknum þætti en nú dugar ef áhorfið er bara 2 mínútur.

Þættirnir You koma næstir á eftir The Witcher í áhorfi en 54 milljónir notenda sáu þáttinn á fyrstu fjórum vikum eftir frumsýningu.

Áður en fyrsta þáttaröðin af The Witcher var frumsýnd var tilkynnt um að sú næsta yrði framleidd. Ekki er vitað hvenær hún verður tilbúin til sýningar.

mbl.is