Lagið í 1917 sem allir eru að tala um

Stórmyndin 1917 er ein besta stríðsmynd allra tíma, að mati margra sem séð hafa. Myndin, sem leikstýrt er af Sam Mendes, gerist í fyrri heimsstyrjöld og er sögð mjög áhrifarík. Tveir breskir hermenn þurfa að fara í hættulega sendiferð yfir víglínuna til að bjarga þúsundum mannslífa.

Gagnrýnendur halda vart vatni yfir kvikmyndatöku, frammistöðu leikara og hversu raunveruleg myndin virkar. Tónlistin í myndinni vekur einnig athygli en hún hefur verið tilnefnd til Óskarsverðlauna.  

Þeir sem séð hafa myndina tala um að hafa fengið gæsahúð þegar hermaður fylgist með mörg hundruð öðrum hermönnum hlýða á fallegan einsöng. Lagið er flutt af söngvaranum Jos Slovick sem fer með aukahlutverk í myndinni. Ekki er til hljóðversupptaka af flutningnum en hann má heyra í stiklu myndarinnar. 

Lagið, sem heitir The Wayfaring Stranger eða Poor Wayfairing Stranger, er bandarískt þjóðlag frá 19. öld. Lagið fjallar um þroskaferil manns frá því að vera villuráfandi í ókunnugum aðstæðum í leit að heimkynnum. Texti þess passar einkar vel við hermenn á vígstöðvum fyrri heimsstyrjaldar.

Söngsveitin Narrow Way kemst næst útgáfu Jos Slovick.

Íslandsvinurinn Ed Sheeran flutti lagið, með sínum hætti, árið 2011.

Johnny Cash flutti einnig lagið á plötu sinni American III: Solitary Man sem kom út árið 2000.

Texti lagsins er áhrifaríkur:

I'm just a poor wayfaring stranger
Traveling through this world below
There is no sickness, no toil, nor danger
In that bright land to which I go

I'm going there to see my Father
And all my loved ones who've gone on
I'm just going over Jordan
I'm just going over home

I know dark clouds will gather 'round me
I know my way is hard and steep
But beauteous fields arise before me
Where God's redeemed, their vigils keep

I'm going there to see my Mother
She said she'd meet me when I come
So, I'm just going over Jordan
I'm just going over home
I'm just going over Jordan
I'm just going over home

Hér getur þú hlustað á umfjöllun um kvikmyndina úr Síðdegisþættinum á K100.

 

Byggt á frétt Smooth Radio.

mbl.is