Máttur hjartans

Guðni Gunnarsson.
Guðni Gunnarsson. Arnþór Birkisson

„Þegar maður lifir um efni fram, hvort sem það er líkamlega, tilfinningalega, huglægt eða fjárhagslega þá er maður alltaf í skorti að elta á sér skottið. Maður er í raun og veru alltaf í viðbragðsstöðu og ekki frjáls.“

Þetta segir Guðni Gunnarsson, stofnandi og upphafsmaður rope yoga og GlóMotion-hugmyndafræðinnar, í viðtali við morgunþáttinn Ísland vaknar á K100. Fjallað var um nýútkomna bók Guðna sem heitir Máttur hjartans.

„Það sem ég er að vinna með er að við byrjum að taka fulla ábyrgð á því hvar við erum stödd. Megininntakið í bókinni er fyrirgefningin og að fá upp svarið við spurningunni um hvað þú vilt. Til þess að vilja viljandi þá verður þú að vilja þig. Ef þú hafnar þér og talar illa um þig þá viltu þig ekki. Þú gefur bara það sem þú átt.“  

Innihaldsríkt viðtal við Guðna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

mbl.is