Leisure ánægðir með Auði

Hljómsveitin Leisure og Auður.
Hljómsveitin Leisure og Auður. Samsett mynd

„Þetta hljómar eins og einskær tilviljun sem getur oft gerst í popptónlist, eins og grein ykkar nefnir. Við erum ánægð með að lag Auðar gengur vel á Íslandi. Þið hafið greinilegan góðan tónlistarsmekk!“

Þannig hljóðar tölvupóstur frá Amy Goldsmith, umboðsmanni hljómsveitarinnar Leisure frá Nýja-Sjálandi. Í síðustu viku var töluvert rætt um líkindi laganna On My Mind sem Leisure sendi frá sér í apríl í fyrra og Enginn eins og þú sem Auður gaf út í júní í fyrra.

Arnar Ingi Ingason, sem kallar sig Young Nazareth, sagðist hafa samið lagið með Auði í febrúar í fyrra.  

„Leisure gleðst yfir að lag þeirra, On My Mind, fékk spilun á Íslandi, hinum megin á hnettinum. Við höfum ekki í hyggju að heimsækja Ísland á næstunni en það yrði þó frábært,“ segir Amy Goldsmith, umboðsmaður hljómsveitarinnar Leisure frá Nýja-Sjálandi.

Nýjasta lagið með Leisure heitir Running og hljómar nákvæmlega ekki neitt eins og vinsælt íslenskt dægurlag. 

mbl.is