Húsnæði sem vinnur gegn einsemd ungs fólks

Stúdentagarðar við Sæmundargötu í Reykjavík.
Stúdentagarðar við Sæmundargötu í Reykjavík.

Andleg vanlíðan ungs fólks er orðin risavandamál en í lok árs 2018 sögust 32% háskólanema upplifa andlega vanlíðan í könnun sem gerð var um málið. Stúdentagarðar Félagsstofnunar stúdenta taka þennan vanda alvarlega og hafa undanfarin ár unnið að því að kynna nýtt íbúðaform sem á að vinna gegn einsemd. 

Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta, sagði frá þessu nýja íbúðaformi í Síðdegisþættinum hjá Loga og Sigga. Þetta íbúðaform nýtur mikilla og ört vaxandi vinsælda hjá ungu fólki víða í Evrópu, en þar geta einstaklingar, vinir eða jafnvel vinahópar sótt um að búa hver í sínu sérrými en deila sameiginlegum svæðum eins og fullbúnu eldhúsi, setustofum o.fl. 

Hlustaðu á fróðlegt viðtal við Guðrúnu í Síðdegisþættinum á K100 í spilaranum hér að neðan.

Síðdegisþátturinn er á dagskrá K100 alla virka daga frá 16 til 18. Taktu skemmtilegri leiðina heim með þeim Loga og Sigga.

Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta.
Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta.
mbl.is