Skaphundur sem er hættur að móðga fólk

Sigmar Guðmundsson.
Sigmar Guðmundsson. Ómar Óskarsson

Sigmar Guðmundsson hefur unnið við fjölmiðla í rúman aldarfjórðung. Allt frá X-inu og Aðalstöðinni yfir á RÚV. Nú sér hann um morgunútvarp Rásar 2 og er nýbyrjaður með þáttinn Okkar á milli í Ríkissjónvarpinu þar sem hann spjallar við fólk á rólegu nótunum. 

Sigmar hefur reyndar ekki alltaf verið á rólegu nótunum og fór aðeins yfir það þegar hann svaraði „20 ógeðslega mikilvægum spurningum“ í Síðdegisþættinum hjá Loga og Sigga á K100. Þar var rætt um allt mögulegt, eins og venjan er í þessum óvenjulega dagskrárlið.

Viðtalið við Sigmar má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist

#taktubetrimyndir