Hvað á ég að horfa á? Nýtt á Netflix og í bíó

Gísli Örn Garðarsson er í stóru hlutverki í norsku þáttunum …
Gísli Örn Garðarsson er í stóru hlutverki í norsku þáttunum Ragnarök sem sýndir eru á Netflix. Skjáskot/Netflix

Björn Þórir Sigurðsson fór yfir nýjasta nýtt á streymisveitum í viðtali við morgunþáttinn Ísland vaknar á K100. Nú kennir ýmissa grasa á Netflix og HBO.

The New Pope

Hér er um framhald þáttanna The Young Pope að ræða þar sem Jude Law fór á kostum. Ungi páfinn er meðvitundarlaus eftir misheppnaða hjartaígræðslu. Þá fer í gang ófyrirséð atburðarás. 

Avenue 5

Þessir bráðsniðugu gamanþættir koma á HBO um helgina. Skemmtiferðaskip í geimnum villist af leið og skrautlegir gestir þurfa að takast á við þá ísköldu staðreynd að vistir munu ekki duga fyrir heimför. Sömu höfundar og skrifuðu þættina Veep eru að baki Avenue 5 en þættirnar skarta Hugh Laurie í aðalhlutverki.

Giri/Haji 

Hér eru á ferðinni hörkuspennandi lögguþættir á Netflix frá sömu framleiðendum og sendu frá sér þættina Chernobyl. Japanskur lögreglumaður fer til London til að finna bróður sinn sem er leigumorðingi hjá japönsku mafíunni, Yakuza.

Ragnarök

Gísli Örn Garðarsson er í stóru hlutverki í þessari norsku Netflix-framleiðslu sem byrjar að streyma 31. janúar. Norrænni goðafræði er blandað inn í nútíma þroskasögu unglings.

Locke & Key

Netflix hefur sýningar á spennuþáttunum Locke & Key hinn 7. febrúar Systkini flytja í ættaróðal eftir að faðir þeirra er myrtur á hryllilegan hátt.

Nýtt í bíó

Dagfinnur dýralæknir

Járnmaðurinn Robert Downey Jr. bregður sér í hlutverk Dagfinns dýralæknis í samnefndri mynd fyrir alla fjölskylduna.

Bad boys For life:

Will Smith og Martin Lawrence fara á kostum í stórskemmtilegri hasarmynd. 

mbl.is