Hvaða öpp eru málið?

AFP

Smáforrit í símum geta hjálpað til við að láta drauma rætast, skipuleggja lífið og kannski láta áramótaheit rætast. Magnús Árnason frá Nova er sérfræðingur smáforritanna í morgunþættinum Ísland vaknar á K100. Hann segir að í stað þess að leita að sífellt nýjum smáforritum sé hægt sé að uppgötva nýja og skemmtilega virkni í þeim forritum sem flestir eru að nota nú þegar.

„Ég er oft að hlusta á Audible sem veitir mér innblástur,“ segir Magnús. „Ég nota Netflix mikið og svo grúska ég í Google Docs og skrifa þar vangaveltur mínar. Til að flokka þær vangaveltur og dýpka markmiðin nota ég Asana. Margir þekkja Trello sem virkar á svipaðan hátt en er ekki eins yfirgripsmikið.“

Magnús notar einnig Pinterest á frumlegan hátt til að teikna upp sín eigin markmið og framtíð. Einnig er gott að hlusta á sjálfan sig segja markmið sín upphátt og taka þau upp í Voice Memo, að sögn Magnúsar.

Áhugavert viðtal við Magnús smáforritasérfræðing má sjá og heyra í spilaranum hér fyrir neðan.



mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist