„Lag Auðar og Leisure mjög svipuð“

Auður í Listasafni Íslands á dögunum. Lag hans Enginn eins …
Auður í Listasafni Íslands á dögunum. Lag hans Enginn eins og þú þykir líkjast öðru lagi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samfélagsmiðlar hafa logað að undanförnu frá því morgunþátturinn Ísland vaknar á K100 fjallaði á fimmtudag í síðustu viku um líkindi laganna Enginn eins og þú með tónlistarmanninum sem kallar sig Auður og laginu On My Mind með hljómsveitinni Leisure frá Nýja-Sjálandi.

Jón Axel Ólafsson, einn þáttastjórnenda Ísland vaknar, var staddur í verslun á Ítalíu þegar hann heyrði tóna úr lagi sem minntu hann strax á vinsæla lagið með Auði. 

Hljómsveitin Leisure sendi frá sér lagið On My Mind í apríl í fyrra. Þessi upptaka frá sveitinni í hljóðveri var sett á vefinn í maí í fyrra.

Lag Auðar, Enginn eins og þú, kom út í júní í fyrra. 

Arnar Eggert Thoroddsson poppfræðingur segir í samtali við K100 að bæði lögin séu í „sálargrúvi“ þar sem versið, uppbygging og viðlagið er með sömu melódíu og áherslum. Þau séu mjög svipuð en það eigi reyndar við um mörg lög, enda bjóði dægurtónlistarformið upp á takmarkað vinnslurými.

„Ég hef mjög ákveðnar skoðanir á svona málum. Það eru fullt af lögum mjög svipuð án þess að höfundar viti endilega af hvor öðrum. Mér fannst t.d. málið með Blurred lines hér um árið alveg fáránlegt og eins með lagið Söknuð,“ segir Arnar Eggert.

Ekki hefur nást í tónlistarmanninn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, vegna málsins.

Uppfært kl 18:06

Arnar Ingi Ingason sem kallar sig Young Nazareth hefur tjáð sig um málið á Twitter. Hann segist hafa samið lagið með Auðunni í febrúar á síðasta ári. 

mbl.is
Ísland vaknar

„Svefnleysi stóreykur líkur á alvarlegum sjúkdómum“

Samkvæmt nýjustu könnunum segist helmingur Íslendinga ekki sofa nóg. Nánar

Lena Endre leikur aðalhlutverk í þáttunum
Fréttir

Hlýnun jarðar í spennusagnastíl

Rúv hefur sýningar á nýrri sænsk/íslenskri spennuþáttaröð í febrúar. Þáttaröðin heitir Thin Ice en þættirnir eru framleiddir af Sagafilm og einu stærsta framleiðslufyrirtæki Svíþjóðar, Yellow Bird. Sögusviðið er Grænland. Nánar

Ozzy Osbourne og Elton John.
Fréttir

Heyrðu lag Ozzy og Elton John

Rokkarinn Ozzy Osbourne hefur gefið út glænýtt lag sem hann flytur með engum öðrum en Elton John. Lagið heitir Ordinary Man. Í texta þess kemur fram ósk höfundar um að vilja ekki deyja sem „venjulegur maður þegar litir dofna og árin færast yfir“. Nánar

Eva ásamt tökuliði Mannlífsþáttanna á toppi Esjunnar.
Síðdegisþátturinn

Ruza er rosaleg

Eva Ruza Miljevic, sem slegið hefur í gegn á samfélagsmiðlum og síðan sem skemmtikraftur, stimplaði sig af krafti inn á K100 í vikunni. Nánar

Henry Cavill í hlutverki sínu í þáttunum Witcher sem slegið hafa í gegn.
Fréttir

Witcher slær áhorfsmet

Sjónvarpsþáttaröðin The Witcher, sem sýnd er á Netflix, hefur slegið áhorfsmet, samkvæmt tilkynningu frá streymisveitunni. Nánar

Fréttir

Vilja leiðrétta misskilning um „swing“

Ýmsar getgátur eru um hvernig swing-klúbbar eru. Nánar

Fréttir

Lagið í 1917 sem allir eru að tala um

Þeir sem séð hafa myndina tala um að hafa fengið gæsahúð þegar hermaður syngur einsöng. Nánar

Guðni Gunnarsson.
Ísland vaknar

Máttur hjartans

„Megininntakið í bókinni er fyrirgefningin og að fá upp svarið við spurningunni um hvað þú vilt. Til þess að vilja viljandi þá verður þú að vilja þig. Ef þú hafnar þér og talar illa um þig þá viltu þig ekki.“ Nánar

Í loftinu núna
Endalaus tónlist