Jólaleg Dalvíkurbyggð

Dalvík í rökkrinu.
Dalvík í rökkrinu. Skjáskot/Facebook-Haukur Arnar Gunnarsson

Þau gerast varla mikið jólalegri myndskeiðin sem Haukur Arnar Gunnarsson tók úr dróna yfir Dalvíkurbyggð í síðustu viku. Umferðin læðist áfram í gegnum letilegan snjóinn í rökkrinu.

Rafmagn fór af Dalvíkurbyggð í tvo tíma síðasta föstudag og þá dreif Haukur sig út með dróna. „Menn fengu hroll við tilhugsunina ef þetta yrði eins og í desember þegar rafmagnslaust varð á Dalvík í nokkra daga,“ segir Haukur Arnar. Hann er félagi í Björgunarsveitinni Dalvík sem hefur notað dróna í leit og björgun í nokkur ár með góðum árangri.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist