Upplagt til áhorfs

Skjáskot úr pólitíska tryllinum Cobra sem segir frá því þegar …
Skjáskot úr pólitíska tryllinum Cobra sem segir frá því þegar Bretland verður rafmagnslaust. IMDB

Það er af nógu að taka af áhugaverðu sjónvarpsefni til að horfa á. Morgunþátturinn Ísland vaknar á K100 fær Björn Þóri Sigurðsson reglulega í viðtal um áhugaverða sjónvarpsþætti og kvikmyndir. Hér er það sem hann mælir með að horfa á, sérstaklega í vondu veðri.

Zoey’s Extraordinary playlist

Þessir gamanþættir verða sýndir á Hulu/NBC um miðjan febrúar en svokallaður „pilot“ er kominn út. Þeir gætu höfðað til þeirra sem höfðu gaman af Ally Mcbeal-þáttunum. Kona er í heilaskanna þegar jarðskjálfti ríður yfir. Eftir skjálftann byrjar hún að heyra dýpstu hugsanir þeirra sem hún hittir. Það, svona eitt og sér, er kannski ekki óyfirstíganlegt. Vandamálið er að hún heyrir hugsanirnar í formi dægurlaga. 

Lincoln Rhyme: The Hunt for The Bone Collector

Sjálfstætt framhald kvikmyndarinnar Bone Collector þar sem Denzel Washington fór með aðalhlutverk. Myndin er byggð á metsölubók eftir Jeffery Deaver. Sýnt á Hulu/NBC.

Deputy

Fox-sjónvarpsstöðin hefur þessa þætti í sýningu. Yfirfógetinn deyr og ólíklegur valkostur af gamla skólanum endar sem yfirmaður stærsta lögregluumdæmis Bandaríkjanna.

The outsider

HBO sýnir þessa spennandi þætti sem byggja á samnefndri bók Stephen King um hryllilegt morð á ungum dreng. Það er eitthvað gruggugt á seyði og örugglega eitthvað meira um að vera.

Cobra

Sky One sjónvarpsstöðin hefur sýningar á pólitísku trylliþáttunum Cobra 17. janúar. Robert Carlyle leikur forsætisráðherra í erfiðri stöðu þegar Bretland verður rafmagnslaust.

Nýtt í bíó

1917

Það má ekki missa af þessari bíóupplifun, að mati Björns. Svo áhorfandinn upplifi atburðarásina sem skýrast voru allar senur kvikmyndarinnar 1917 teknar í einu rennsli.

Gullregn

Íslenska kvikmyndin Gullregn byggir á leikriti eftir Ragnar Bragason en eftir hann liggja sjónvarpsþættir eins og Vaktaseríurnar og kvikmyndir á borð við Bjarnfreðarson og Málmhaus.

mbl.is
Ísland vaknar

„Svefnleysi stóreykur líkur á alvarlegum sjúkdómum“

Samkvæmt nýjustu könnunum segist helmingur Íslendinga ekki sofa nóg. Nánar

Lena Endre leikur aðalhlutverk í þáttunum
Fréttir

Hlýnun jarðar í spennusagnastíl

Rúv hefur sýningar á nýrri sænsk/íslenskri spennuþáttaröð í febrúar. Þáttaröðin heitir Thin Ice en þættirnir eru framleiddir af Sagafilm og einu stærsta framleiðslufyrirtæki Svíþjóðar, Yellow Bird. Sögusviðið er Grænland. Nánar

Ozzy Osbourne og Elton John.
Fréttir

Heyrðu lag Ozzy og Elton John

Rokkarinn Ozzy Osbourne hefur gefið út glænýtt lag sem hann flytur með engum öðrum en Elton John. Lagið heitir Ordinary Man. Í texta þess kemur fram ósk höfundar um að vilja ekki deyja sem „venjulegur maður þegar litir dofna og árin færast yfir“. Nánar

Eva ásamt tökuliði Mannlífsþáttanna á toppi Esjunnar.
Síðdegisþátturinn

Ruza er rosaleg

Eva Ruza Miljevic, sem slegið hefur í gegn á samfélagsmiðlum og síðan sem skemmtikraftur, stimplaði sig af krafti inn á K100 í vikunni. Nánar

Henry Cavill í hlutverki sínu í þáttunum Witcher sem slegið hafa í gegn.
Fréttir

Witcher slær áhorfsmet

Sjónvarpsþáttaröðin The Witcher, sem sýnd er á Netflix, hefur slegið áhorfsmet, samkvæmt tilkynningu frá streymisveitunni. Nánar

Fréttir

Vilja leiðrétta misskilning um „swing“

Ýmsar getgátur eru um hvernig swing-klúbbar eru. Nánar

Fréttir

Lagið í 1917 sem allir eru að tala um

Þeir sem séð hafa myndina tala um að hafa fengið gæsahúð þegar hermaður syngur einsöng. Nánar

Guðni Gunnarsson.
Ísland vaknar

Máttur hjartans

„Megininntakið í bókinni er fyrirgefningin og að fá upp svarið við spurningunni um hvað þú vilt. Til þess að vilja viljandi þá verður þú að vilja þig. Ef þú hafnar þér og talar illa um þig þá viltu þig ekki.“ Nánar

Í loftinu núna
Endalaus tónlist