Queen á Live Aid fyrir Ástralíu

Brian May segir að Queen hafi verið beðin um að …
Brian May segir að Queen hafi verið beðin um að koma fram á góðgerðartónleikum til að styðja við fórnarlömb eldanna í Ástralíu. AFP

Breski gítarleikarinn Brian May úr hljómsveitinni Queen segir, í viðtali við Sky, að sveitin hafi verið beðin um að koma fram á góðgerðartónleikum til styrktar þeim sem eiga um sárt að binda vegna kjarreldanna í Ástralíu. Tónleikunum á að svipa til Live Aid, að sögn May, þar sem fjöldi listamanna mun leggja lóð á vogarskálar. Markmiðið er að styðja við björgunar- og slökkvistarf og hlúa að fórnarlömbum eldanna.  

Stjörnur eins og Kylie Minogue, Chris Hemsworth, Margot Robbie, Elton John, Pink og Nicole Kidman hafa að undanförnu látið háar fjárhæðir renna til hjálparstarfs.

Fyrr í þessari viku tilkynntu tónleikahaldararnir TEG Live og TEG Dainty um góðgerðartónleika undir heitinu Fire Fight Australia. Tónleikarnir eiga að fara fram sunnudaginn 16. febrúar.

Ekkert er látið uppi um hvaða listamenn munu koma fram en mjög líklegt má telja að Queen og söngvarinn Adam Lambert stígi á svið. 

Dýravinurinn May

Hin síðari ár hefur Brian May látið velferð dýra sig varða. Talið er að milljarður dýra hafi farist í eldunum í Ástralíu að undanförnu. Stór hluti þess­ara dýra eru poka­dýr og eru mörg dæmi um að poka­dýr hafi drep­ist frá ung­um af­kvæm­um sín­um.

„Auðvitað er mér umhugað um dýrin,“ er haft eftir May. „Það er mjög sorglegt að 24 manns hafi látið lífið en talan yfir dýrin sem hafa farist í eldunum er nánast óhugsandi. Það er að verða róttæk breyting á villtu dýralífi í Ástralíu. Við erum að horfa upp á útrýmingu sem við getum ekkert gert við nú, en við hefðum getað brugðist við fyrr.“

mbl.is
Ísland vaknar

„Svefnleysi stóreykur líkur á alvarlegum sjúkdómum“

Samkvæmt nýjustu könnunum segist helmingur Íslendinga ekki sofa nóg. Nánar

Lena Endre leikur aðalhlutverk í þáttunum
Fréttir

Hlýnun jarðar í spennusagnastíl

Rúv hefur sýningar á nýrri sænsk/íslenskri spennuþáttaröð í febrúar. Þáttaröðin heitir Thin Ice en þættirnir eru framleiddir af Sagafilm og einu stærsta framleiðslufyrirtæki Svíþjóðar, Yellow Bird. Sögusviðið er Grænland. Nánar

Ozzy Osbourne og Elton John.
Fréttir

Heyrðu lag Ozzy og Elton John

Rokkarinn Ozzy Osbourne hefur gefið út glænýtt lag sem hann flytur með engum öðrum en Elton John. Lagið heitir Ordinary Man. Í texta þess kemur fram ósk höfundar um að vilja ekki deyja sem „venjulegur maður þegar litir dofna og árin færast yfir“. Nánar

Eva ásamt tökuliði Mannlífsþáttanna á toppi Esjunnar.
Síðdegisþátturinn

Ruza er rosaleg

Eva Ruza Miljevic, sem slegið hefur í gegn á samfélagsmiðlum og síðan sem skemmtikraftur, stimplaði sig af krafti inn á K100 í vikunni. Nánar

Henry Cavill í hlutverki sínu í þáttunum Witcher sem slegið hafa í gegn.
Fréttir

Witcher slær áhorfsmet

Sjónvarpsþáttaröðin The Witcher, sem sýnd er á Netflix, hefur slegið áhorfsmet, samkvæmt tilkynningu frá streymisveitunni. Nánar

Fréttir

Vilja leiðrétta misskilning um „swing“

Ýmsar getgátur eru um hvernig swing-klúbbar eru. Nánar

Fréttir

Lagið í 1917 sem allir eru að tala um

Þeir sem séð hafa myndina tala um að hafa fengið gæsahúð þegar hermaður syngur einsöng. Nánar

Guðni Gunnarsson.
Ísland vaknar

Máttur hjartans

„Megininntakið í bókinni er fyrirgefningin og að fá upp svarið við spurningunni um hvað þú vilt. Til þess að vilja viljandi þá verður þú að vilja þig. Ef þú hafnar þér og talar illa um þig þá viltu þig ekki.“ Nánar

Í loftinu núna
Endalaus tónlist